Árið 2018 kom út bókin: Demysticying Leadership in Iceland. Gefin út af Springer. Meðhöfundar: dr. Svala Guðmundsdóttir, dr. Inga Minelgaite og dr. Olga Sangjei.

 

 

 

Bókin STERKARI í seinni hálfleik kom út 7. apríl 2017

Sjá útgáfufagnað bókarinnar

 

Árið 2015 kom út:

Tapað-fundið
Gefin út af Veröld

Tapad-Fundid-bok_600Fyrsta skáldsaga Árelíu Eydísar, fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hendurnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hvað gerir kona sem situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin?
Samhliða því sem við fylgjumst með  Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrirsjáanlegum afleiðinum er skyggnst inn í dramatísk líf eiganda ferðatöskunnar.

Grípandi og spennandi saga af tveimur ólíkum konum og leit þerra að lífsfyllingu og hamingju.

Útgáfufagnaður 4. júní 2015 í Eymundson, Austurstræti

 1. kaflinn úr bókinni

Umsagnir og fleira

Menningarvitinn

 

 

 

Árið 2011 kom út:

Arettrihillu AEGÁ réttri hillu. . Leiðin til aukinnar hamingju í lífi og starfi
Gefin út af Veröld

Í þessari bók er fjallað um köllun í starfi, hvernig maður getur fundið sína réttu hillu eða fjöl.  Kynnt er manngerðapróf sem er einna mest notað í heiminum eða Myers-Briggs prófið. Þetta er einfalt en öflugt próf sem gefur aukna sjálfsþekkingu og betri skilning á öðrum.  Í bókinni eru kynnt viðtöl við um 40 aðila.  Þar af 32 sem tóku manngerðaprófið og eru viðmælendur flokkaðir eftir niðurstöðum úr prófinu.  Bókin er gagnleg þeim sem eru stjórnendur til að átta sig betur á sjálfum sér og öðrum. Einnig nýtist hún þeim sem standa á krossgötum og eru að leita sér að nýju starfi eða starfsvettvangi.

 

 

 

 

 

 

Árið 2006 kom út og endurútgefin árið 2012:

motihaekkandisol-arelia Móti-hækkandi-sól-175x230

Móti hækkandi sól.  Lærðu að virkja kraft vonar og heppni í lífi þínu.
Gefin út af Sölku.

Þessi bók varð til í kjölfar þess að systir mín, Kristín Gerður Guðmundsdóttir, svipti sig lífi árið 2001.   Ári seinna var ég í rannsóknarleyfi í Kaupmannahöfn og “fann” kenningarumræðu um von og heppni.  Ég hafði kennt stjórnun og stefnumótun um tíma og vildi koma á framfæri þeirri hugsun að hver og einn væri sitt eigið fyrirtæki.  Hluti af þeirri vinnu felst í að að hægt sé að auka von og heppni með viðhorfum sínum.  Bókin er einföld og aðgengileg.

 

 

 

Árið 2002 kom út:

Íslenskur vinnumarkaður á umbrotatímum, sveigjanleiki fyrirtækja, stjórnun og samskipti aðila vinnumarkaðarins.
Gefin út af Háskólanum í Reykjavík.

Þessi bók er útgefin doktorsritgerð mín sem ég varði árið 2001.  Í bókinni er farið yfir kenningarlega umfjöllun um vinnumarkaði, sveigjanleika og stjórnun.  Þá eru kynntar niðurstöður um íslenskan vinnumarkað.

Heildarniðurstaða rannsóknarinnar var að íslenskir stjórnendur séu betri í að höndla krísur en þenslu.

Birt 1. júní 2015

%d bloggers like this: