Þegar ég fer í klippingu eða snyrtimeðferðir (ekki alveg ókeypis að líta svona út 😉 eins og ein vinkona mín segir alltaf). Þá nota ég tækifærið og les öll “kerlingatímaritin”. Eða réttara sagt kíki á þau. Þessi íslensku tímarit sem ætluð eru konum eru mismunandi að gæðum en eftir því sem ég verð eldri og vitrari þá eru þau fá sem vekja áhuga minn. Í nýj Hús og Hýbýli-blaði vaknti ein grein athygli mína því þar var talað um að húsfreyjan tók á móti blaðamanni og svo var sýnt úr “húsbóndaherbergi”.

Ég svitnaði af hneykslun og leit upp úr blaðinu og stórskammaðist í meðferðaaðila mínum “húsbóndi”, “húsbóndaherbergi.” Ég hef ekkert á móti karlmönnum, elska þá og alls ekki á móti því að þeir eigi sitt eigið herbergi. En… húsbóndi, í alvöru? Hefði verið hægt að segja hann eða hún – eða eiginkona, eiginmaður eða bara frúin og herrann. Eða hvað sem er en … Húsbóndi! í Alvöru?

Er einhver kona sem ennþá segir að eiginmaður hennar sé húsbóndinn? Í hinum blöðunum voru endalaus viðtöl við fólk (lesist konur) um hvað þær borða og hvert þær fara í ræktina. Í alvöru! Fyrirsæturnar eru hálfnakin börn sem auglýsa krem og annað dót. Í einu blaðanna var sýnt í afmæli eins árs barns sem hefur örugglega tekið þrjár vikur að undirbúa. Hvernig á að þrífa og hvað á að borða – í alvöru!

Mig langar að lesa um pólitík. Um konur sem sigrast á hindrunum. Um viðskipta-trend. Um frumkvöðla, um bónda upp í sveit. Um nítíu ára konu sem litar á sér hárið í hverri viku og dansar Zumba. Um konu á miðjum aldri sem vill bjarga heiminum. Um tuttugu ára stelpu sem elskar fótbolta og spilar í hjómsveit. Um konur sem fokka upp systemi og konur sem gera það ekki. Um fjaldgöngugarpa og sirkusdýr og ferðalög og ævintýri. En ekki um húsbændur og hjú.

Næst þegar ég fer í meðferð af einhverju tagi þá ætla ég að taka mitt eigið lesefni með mér. Reyndar dett ég oft niður á eitthvað í MAN. Annar verð ég bara að fara að gefa út mitt eigið tímarit. Mikið sakna ég Veru sem ég var áskrifandi að þann tíma sem hún var gefin út.

Húsbóndi á sínu heimili

Skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.