AEG_1013Ég er að undirbúa mig fyrir námskeið á mánudag sem heitir: Sterkari eftir hálfleik.
Einn rithöfundur ráðleggur eftirfarandi um breytingaskeiðið:

  1. Núna þegar þú er fimmtug (eða næstum því eða komin yfir það) hættu að gera það sem þig langar ekki að gera (eins og að fara í boð til leiðinlegu frænkunnar..).

  2. Hættu að að taka til heima hjá þér – finndu leiðir til að láta aðra þrífa.

  3. Sættu þig við kaós í lífi þínu.

  4. Styttu þér leiðir og ekki biðjast afsökunar á því! Hver nennir hvort sem er að skrifa jólakort lengur.

  5. Lækkaðu standartinn, taktu svefntöfluna ef þú getur ekki sofið, borðaðu grjónagraut í hvert mál í viku og leyfðu krökkunum að horfa á sjónvarpið eða vera tölvunni, bara til að fá frið.

  6. Vertu í rúminu eins lengi og þú getur, borður, sofðu, elskaðu, reyndu að vinna í rúminu líka. Vertu allan daginn eða alla helgina.

  7. Slepptu því að fara til sálfræðings, sættu þig bara við að vera reið og sorgmædd og leyfðu tilfinningunum að vera eins og þær eru – þær vara ekki að eilífu.

  8. Gerðu allt sem hjálpar þér í gegnum þetta skeið. Farðu til miðils, sofðu hjá, fáðu þér tattú, láttu lesa áruna hjá þér, ….. hvað sem hjálpar! Drekktu vín, reyktu sígaréttur, fitnaðu um tuttugu og fimm kílóin eða hvað sem hjálpar!

Þar hafiði það!

Leyfðu þér…

Skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.