Ég óska ykkur gleðilegs árs og vænti þess að þetta verið árið sem draumar rætast og margar gleðilegar minningar verða skapaðar. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um námskeið.

Í byrjun febrúar verður boðið upp á nýtt námskeið sem er byggt á vinsælum námskeiðum sem haldin voru í tilefni útgáfu bókarinnar: Sterkari í seinni hálfleik. Á þessu námskeiði verður blandað saman efni bókarinnar Sterkari í seinni hálfleik og er hún innifalin í verði námskeiðsins en einnig verður fjallað um uppfærslu í eigin lífi.

Vertu með á skemmtilegu kvöldi en staður og stund verður auglýst síðar.

Hlakka til að vera með ykkur,

Árelía

Nýtt námskeið – Sterkari í seinni uppfært.

One thought on “Nýtt námskeið – Sterkari í seinni uppfært.

 • 25/01/2019 at 19:33
  Permalink

  Sæl Árelía Eydís.
  Mikið finnst mér þetta forvitnilegt námskeið hjá þér og vil því spyrja hvort þetta sé eitthvað fyrir konur á besta áttræðisaldri?
  með kveðju Adda

  Reply

Skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.