Umsagnir:

Við tókum persónuleikaprófið Myra Briggs og útskýrði hún niðurstöður þeirra prófa fyrir framkvæmdastjórum hvernig mismunandi einstaklingar stjórnendateymisins nálgast viðfangsefnin á mismunandi hátt og hvernig við tökum ákvarðanir byggt á mismunandi forsendum. Þetta hjálpaði til að við auka skilning á nálgun hvers annars og einnig við að skilja á hvaða hátt teymið í heild sinni var með ríkjandi áherslur á sumum sviðum en ekki öðrum.

Hvað varðar einstaklings spjall þá fannst okkur mjög þægilegt að tala við Árelíu, sem hefur mikla reynslu af því að ræða við stjórnendur. Hún spurði spurninga, ekki bara beint um starfið endilega, sem kröfðust þess að stjórnendur köfuðu nokkuð djúpt eftir einlægum svörum. Í einhverjum tilvikum var um að ræða spurningar sem einstaklingar höfðu ekki spurt sjálfan sig nógu reglulega og etv veigrað sér við að spyrja sig af, en ekki var komst hjá því við þessar kringumstæður. Sem var mjög gagnlegt.

Guðný Hansdóttir,
Starfsmannastjóri Skeljungs

Ég leitaði til Árelíu þegar ég stóð á krossgötum í mínu lífi, hætt í krefjandi starfi til 20 ára og vissi ekki hvað mig langaði að gera næst.  Árelía hafði verið kennari minn í Háskóla Íslands, ég þekkti því til starfa hennar og vissi að hún hafði verið að leiðbeina fólki með starfsval.

Árelía mælti með ýmsum verkefnum sem ég samviskusamlega vann.  Skemmst er frá því að segja að niðurstöður t.d. Reiss motivation profile prófsins lýstu mér nokkuð nákvæmlega og drógu fram mína drifkrafta.  Árelía hjálpaði mér að finna mikilvægustu þættina fyrir nýtt starfsval með öllum þessum verkefnum.  Eftir það vissi ég á hvaða mið skyldi róið í leit að nýrri vinnu og tækifærum.  Fyrir utan faglegu vinnuna er Árelía einstaklega hreinskilin, skemmtileg, jákvæð og spurði spurninga sem voru til þess fallnar að ég fór að líta margt öðrum augum og velta hlutum fyrir mér á nýjan hátt.

Árelía hefur líkt lífi hverrar manneskju við regnbogann – lítríku og fallegu. En til að regnboginn brjótist fram þarf rigningu.  Eftir dembu fékk ég verkfæri og stuðning frá Árelíu til að pússa og bæta litum við minn fallega regnboga. Sú leiðsögn hefur skipt mig miklu máli og fyrir hana er ég þakklát.

Erla Kristinsdóttir

 

Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur bæði komið til okkar og verið með stjórnendaþjálfun fyrir stjórnendateymi sem og verið með einstaklingsþjálfun. Við höfum verið afskaplega ánægð með hennar þjónustu, skilning á verkefnum og hennar nálgun á verkefnum. Hún á einnig sérlega gott með að ná til ólíkra einstaklinga og lesa í aðstæður hverju sinni.

Mæli eindregið með hennar þjónustu.

Þórunn Auðunsdóttir
HR Specialist, Human Resources
HR & Corporate Strategy
Össur Iceland

Ég hef rétt til að leggja fyrir eftirfarandi persónuleika/manngerðapróf:

 

16 PF
Próf sem spáir fyrir um hegðun, oft notað í ráðningum.

Myers-Briggs, MBTI
Þetta próf er mikið notað um heim allan.  Það er gott sem tæki til að skilja betur samskipti sín og annarra.  Það eykur sjálfskilning og getur verið mjög gott til að bæta samskipti í hópum.
Sjá betur bókina mína;  Á réttri hillu

Reiss-Motivational-Profiling
Þetta er nýjasta prófið sem ég hef tekið í notkun.  Það mælir hvaðan hvati okkar kemur.  Ég hef orðað það þannig að maður viti hvort maður er í “réttu leikriti” í lífi sínu með þessu einfalda tæki.  Hjálpar fólki að skilja sinn stjórnunarstíl betur.
Sjá nánar á: rmp-nordic.com

Sjá nánar:
Einstaklings ráðgjöf
Fyrirtækja ráðgjöf

 

Hafðu samband og ég svara þér

%d bloggers like this: