Árelía EydísGangtu sterkari inn í veturinn

Það varð uppselt á námskeiðið hjá Árelíu Eydísi í október og því verður haldið annað námskeið fimmtudaginn 2. nóvember 2017.

Nú er bara að drífa sig í að bóka sæti á skemmtilegt fræðslukvöld um næstu skref fyrir fólk á miðjum aldri með Árelíu Eydísi.

 

Ertu í hálfleik eða að nálgast hálfleik?
Árelía Eydís heldur námskeið um efni nýjustu bókar sinnar,
Sterkari í seinni hálfleik

Það er komið að þér!

Fjallað verður um seinna kynþroskaskeiðið, áskoranir, markmið, hormóna, ný verkefni, sjálfsmynd, sköpunarkraft og síðast en ekki síst hvort tími sé ekki komin til að sinna þér. Farið verður í hvernig vinnumarkaðurinn er að breytast og með hvaða hætti er rétt að undirbúa sig fyrir að endurskapa vinnuhæfni sína. Leiðir að sjálfsþekkingu og sjálfsnæringu eru kynntar og ræddar.

Eftir kvöldið ættir þú að:
• Þekkja einkenni “seinna kynþroskaskeiðs.”

• Hafa skýrari sýn á næstu leiki með þarfir framtíðarvinnumarkaðar í huga.

• Vera jákvæðari gagnvart seinni hálfleik.

• Hafa komið þér upp jákvæðum fyrirmyndum.

• Sett þér markmið sem vitað er að auka jákvæðni og hamingju.

• Skilja aðgreiningu á markmiðum fyrir líkama, sál og anda.

 

Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 2. nóvember á Nauthóli kl. 20:00

Verð:
9.500 kr.

Innifalið:
Bókin “Sterkari í seinni hálfleik”, kaffi, te og sætur moli.

 

Áhugavert að hlusta á og lesa:

Viðtal við Árelíu Eydís á Stöð 2 í “Ísland í dag”

Sigurlaug tekur viðtal við Árelíu Eydísi í þættinum “Segðu mér”

Hefur þú lesið dagbókina hennar Árelíu

 

Umsagnir

Takk kærlega fyrir einstaklega skemmtilegt og fræðandi kvöld.
Ég get ekki lýst því hvað það kviknaði á mörgum perum hjá mér.
Er líka með eina á fyrra skeiðinu svo það er fjör á mínu heimili eins og þínu.
Má til með að deila með þér að ein samstarfskona mín sem ég hafði sagt frá þessu kvöldi, sagði við mig í morgu :
Þú er svo sæl með þig síðan þú fórst til hennar Árelíu ! Já sagði ég, ég skil mig bara svo mikið betur núna.

Ég er klárlega á þessu þriggja ár fortímabili með öllu því skemmtilega sem það bíður uppá.

Anna Guðrún Jónsdóttir

 

Kærar þakkir alveg frábært kvöld, Árelía.
Ég fór út í kvöldið með þá tilfinningu að það væri alveg frábær tími framundan og að lífið væri í rauninni bara rétt að byrja og að eina hindrunin fyrir því að nýta ekki tækifærin sem bjóðast væru mínar eigin hugsanir.

Takk enn og aftur fyrir þetta frábæra námsskeið og ég vona að þetta hafi verið upphafið að einhverju meira.
Ég á a.m.k. eftir að skrá mig á fleiri námsskeið hjá þér verði þau í boði.


Gangi þér sem best.

Kær kveðja
Sonja Freydís Ágústsdóttir


Skráðu þig hér: