AEG_fot_saman

AEG_utg_Tapad_Fundid_20150604_0111Ég fékk facebook vini mína til að hjálpa mér að velja skáldkonudressið
Yes… fór að ykkar ráðum og verslaði mér samfesting sem mér skilst að sé móðins.
Takk fyrir stuðninginn – nú er að ákveða hvað á að vera í við hann.
Ég set málið aftur í ykkar hendur er það mynd 1, mynd 2 eða mynd 3???
… og valið var mynd 2, bleiki leðurjakkinn. Algjörlega málið!

 

 


 

 

 

Þóra Ásgeirsdóttir: "Ég er nú ekki hissa þó þessi bombu vinkona mín sé á metsölulista. Bókin hennar Tapað, fundið er virkilega skemmtileg, ég er sem sagt löngu búin að lesa. Hún hélt mér frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu. Mér fundust langt flestar persónurnar áhugaverðar og ég fann til með þeim, samsamaði mig þeim og þekkti margt úr vinahópnum. Hún er lipurlega skrifuð og rennur vel. Síðast en ekki síst hún vekur mann til umhugsunar um ýmislegt í lífi manns. og by the way Jensína Kristín Böðvarsdóttir ég sakna ekkert kaflanna sem voru klipptir út. Til hamingju elsku vinkona Árelía Eydís þið hin drífið ykkur að verða ykkur úti um eintak!"
Þóra Ásgeirsdóttir: “Ég er nú ekki hissa þó þessi bombu vinkona mín sé á metsölulista. Bókin hennar Tapað, fundið er virkilega skemmtileg, ég er sem sagt löngu búin að lesa. Hún hélt mér frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu. Mér fundust langt flestar persónurnar áhugaverðar og ég fann til með þeim, samsamaði mig þeim og þekkti margt úr vinahópnum. Hún er lipurlega skrifuð og rennur vel. Síðast en ekki síst hún vekur mann til umhugsunar um ýmislegt í lífi manns. og by the way Jensína Kristín Böðvarsdóttir ég sakna ekkert kaflanna sem voru klipptir út. Til hamingju elsku vinkona Árelía Eydís þið hin drífið ykkur að verða ykkur úti um eintak!”

pjatt.is
A
nna Kristín Halldórsdóttir

Tapað fundið er ný bók eftir hana Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsagan hennar en áður hefur hún gefið út tvær bækur sem fjalla um leitina að sjálfum sér og að finna köllun í starfi.

Mér finnst Árelía Eydís afskaplega skemmtileg kona en í gegnum árin hef ég setið marga skemmtilega fyrirlestra sem hún hefur haldið. Það var því ákveðin tilhlökkun í gangi þegar ég opnaði bókina og hóf lesturinn. Bókin er samt aðeins öðru vísi en ég reiknaði með. Ég var smástund að koma mér í gang, fannst byrjunin frábær, miðkaflinn la, la en svo tókst hún á flug og ég lokaði bókinni sátt.

Halla Bryndís er lögfræðingur og formaður slitastjórnar, í flottri dragt á leiðinni á fund í London. Getur lífið orðið nokkuð leiðinlegra? En þá verður hún fyrir því óláni að taka ranga tösku á flugvellinum, hella yfir sig rauðvíni og eiga engin föt nema í töskunni góðu. Hana á kona sem illu heilli er í sama númeri og Halla en í allt öðrum stíl. Hún er í litum og kjólum, þar sem Halla er í drögtum og svörtu.  Þarna hefst nýr kafli í lífi Höllu Bryndísar og hún fer í gegnum ákveðið uppgjör við líf sitt og tilfinningar. Hittir gamla vini og les dagbók annarar konu.

Það er rómantík í þessari bók, dálítið gamaldags rómantík en ekki erótík eða brjálaðar kynlífssenur. Miklu frekar kertaljós og rauðvíns rómantík þar sem fólk daðrar og nýtur lífsins en er ekki allan tímann að hugsa um hversu fljótt það nær að skella sér í rúmið saman. Þarna eru samtöl og áhugavert fólk, áhugaverðir og rómantískir staðir.

Sumar bækur eru sumarbækur (vá hvað þetta var flott hjá mér!) og þetta er klárlega ein af þeim. Þú lest hana, skoðar aðeins líf þitt í öðru ljósi og kannski lítur þú í kringum þig og finnur nýjan neista í því sem þú ert að gera, hvort sem það er ástarsambandið eða vinnan. Það eru nefnilega ekki hinir sem eiga að sjá um að skemmta þér, heldur verður þú að leggja þitt af mörkum. Þetta er tilfinningin sem ég fékk eftir lestur þessarar bókar og nú ætla ég að fara og leita mér að rauðum kjól og kannski finna mér góðan stein sem gefur mér fallega orku.

Ég ætla að gefa þessari bók þrjár og hálfa stjörnu og vona að Árelía Eydís láti ekki of langt líða þar til hún gefur út næstu bók.
pjatt.is


menningarvitinn.is

Ljúf saga sem minnir á lystisemdir lífsins

Um leið og ég sá að bókin Tapað-fundið eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, var komin út, þá vissi ég að mig langaði að lesa hana. Af einhverjum ástæðum datt mér strax í hug kvikmyndin French Kiss með Meg Ryan og Kevin Kline í aðalhlutverkum. Yndisleg mynd þar sem óvenjulegar aðstæður ýta aðalpersónunni út í gagngera endurskoðun á lífi sínu og sjálfri sér í leiðinni. En það er einmitt það sem lögfræðingurinn Halla Bryndís gerir í bókinni Tapað-fundið.

Týndur lögfræðingur finnur sjálfan sig

Bókin hefst á því að Halla Bryndís fer í venjulega vinnuferð til London. Á flugvellinum grípur hún ranga tösku af færibandinu þar sem hún er of upptekin að forða sér undan ágengnum vinnufélaga til þess að taka eftir því hvaða tösku hún er með í höndunum (þær líta reyndar alveg eins út). Halla Bryndís tekur lífinu og sjálfa sig ægilega alvarlega enda formaður slitastjórnar. Taskan hennar sem á að vera full af stífum drögtum endar í höndum annarrar konu en hún situr uppi með ferðatösku fulla af litríkum flíkum sem henta henni engan veginn og hæfa alls ekki virðulegum íslenskum lögfræðingi.

Hvað gerir hún þá? Nú eru góð ráð dýr. Það er alltof seint að hlaupa út og kaupa ný föt auk þess sem henni tekst að sulla rauðvíni á dragtina sem hún er í. Það er ekki frá því að ég varð áhyggjufull fyrir hennar hönd og fór að kvíða fyrir því hvernig hún myndi lifa af fundinn daginn eftir með þýsku viðskiptahákörlunum.

Finnur löngu gleymdar hliðar á sér

Halla Bryndís er týnd. Hún er sjálf samnefnari fyrir Tapað – fundið. Hún er upptekinn Íslendingur sem býr í Garðabæ, á börn og hús og sinnir þessu týpíska lífsgæðakapphlaupi sem Íslendingar detta svo gjarnan ofan í með tímanum. Búin að gleyma rómantíkinni, handahófskenndum kynnum við aðra og bara að njóta lífsins.

Með týndu töskuna í hendinni finnur hún sig hins vegar í afar óvenjulegum aðstæðum og fer því að finna ýmsar löngu gleymdar hliðar á sér. Auk litríkra klæða í ókunnu töskunni, finnur hún dagbók eigandans og byrjar að lesa hana. Þannig kynnist maður einnig eiganda týndu töskunnar, sem á allt öðruvísi líf, enda endurspegla fötin, sem Halla Bryndís neyðist til þess að klæðast, allt aðra persónu.

menningarvitinn.is


Hringbraut

Gramsið í ferðatösku ÓKUNNUGRA

Sumar sumarbækur eru yndislegar, svo sem grípandi, spennandi og tilfinningaríkur reyfari Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur sem var að koma út, en fyrir allar konur og sæmilega kvenlega karla yfir ferutugu er þetta dásemd ein, jafnvel svo tár sjáist á hvarmi. Plottið er svona: Lögfræðingurinn Halla Bryndís fær í hendurnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hvað gerir kona sem situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin? Samhliða því sem við fylgjumst með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er skyggnst inn í dramatískt líf eiganda ferðatöskunnar. Þessi fyrsta saga höfundar lofar ekki bara góðu, heldur fullvissar mann um framhaldið …


Bók sem smellpassar í eina flugferð,
sumarbústaðinn eða hjónarúmið.
Ekki veit ég hvað eiginmaðurinn segir um það!
Vel gert,
Þórhildur Ída Þórarinsdóttir

UnaSteinsdottir
Árelía Eydís og Una

Það er ekki a hverjum degi sem skólasystir gefur út skaldsögu.
Skellti mer auðvitað i útgafuboðið og fékk aritun.
Árelía geislandi glöð og hamingjusöm.
Krafturinn í þessari konu ” krafturinn kemur að sunnan”
Una Steinsdóttir

 


BjarndisFjolaogAnnaKristin
Anna Kristín og Bjarndís Fjóla

Byrjaði á nýrri bók í gær sem lofar mjög góðu.
Þetta er klárlega sumarsmellurinn í ár.
Get varla beðið að klára hana.
Þetta er bókin Tapað fundið.
Ég og Anna Kristín skelltum okkur í útgáfuteitið í gær
og nældum okkur í áritað eintak.
Bókin er náttúrulega miklu betri aflestrar þannig.
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir


Las hana upp til agna um helgina inn á milli ýmissa verkefna.
Mjög sátt og hafði virkilega gaman af.
Innilega til hamingju með þetta.
Hlakka til næstu bókar.
Ingibjörg Birna Ólafsdóttir


Tapað-fundið -Umsagnir og annað

Skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.