Ertu orkulaus?

Langar þig að til að taka næsta skef í að uppfæra þig?

Þekking er lykillinn: skemmtileg fræðsla um gildi næringar og um árangur í lífi og starfi.

Má bjóða þér kvöldstund þar sem þú færð innblástur og upplýsingar um hvernig hægt er að hámarka orku þína á heildrænan máta.

Líkamleg orka stýrist af mörgum þáttum m.a. þarmaflórunni, hormónum, næringu, svefni og streitu. Líkamleg heilsa er undirstaða orkustjórnunar okkar en aðrir þættir koma líka við sögu.

Við uppfærum tölvur og tæki reglulega – það er líka nauðsynlegt að uppfæra sjálfan sig.

Á þessu einstaka námskeiði mun verða fjallað heildrænt um orkustjórnun með því að taka skrefið í átt að uppfærslu á sjálfum sér.

Hér leiða saman hesta sína, Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent og rithöfundur.

Elísabet Reynis útskýrir hvernig næring skiptir máli fyrir heildræna heilsu og
Árelía Eydís fjallar um tíu lyklar að árangri í lífi og starfi.

Fjallað verður um mikilvægi næringar til þess að viðhalda og auka orku okkar til að takast á við daglegt líf.

Eftir kvöldið ættir þú að þekkja:

• Fjóra þætti heildrænar heilsu
• Hver eru viðbrögð líkams við óþoli
• Hvað er blóðsykurs viðkvæmni
• Mikilvægi hormónakerfisins
• Amoníusýrur og hvað þær hugsanlega gera
• Mikilvægi tilgangs og ástríðu
• Mikilvægi framtíðarsýnar þinnar næstu 12 mánuði
• Ákvarðanatöku út frá markmiðasetningu
• Hvað þú vilt uppfæra og „af hverju“
• Óskaspjöld, 101 lista og verkfæri stefnumótunar í eigin lífi

Námskeiðið er haldið miðvikudaginn 9. október, kl. 19.30-22.00 á Hótel Natura, Reykjavík

Verð:
13.500 kr.

Innifalið:
10 lykla markmiðaplan og 7 daga matarplan með tilliti til blóðsykurstjórnar.