Árelía Eydís
Dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur.
Hver er Árelía Eydís?
Árelía Eydís hefur langa reynslu af kennslu við háskóla. Eftir hana liggja bæði greinar og bækur á fræðilegu sviði en Árelía hefur lagt sig fram um að skrifa einnig handbækur sem nýtast fólki við stefnumótun í lífi sínu. Hún hefur einnig haldið fjölmörg námskeið á því sviði. Árelía Eydís hefur setið í mörgum stjórnum, nefndum og ráðum og komið að stefnumótun á mörgum sviðum samfélagsins og birtist reglulega í fjölmiðlum landsins. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá mörgum stærstu fyrirtækjum landsins og erlendis.
Árelía Eydís er einnig rithöfundur og eftir hana hafa komið út tvær skáldsögur og sú þriðja mun koma út vorið 2021. Hún hefur verið einn af vinsælustu „blogger-um“ m.a. hjá mbl.is.

Rannsóknir
Hér má finna vísanir í þær rannsóknir sem ég hef unnið og hafa birst í bókaköflum og greinum.


Næsta námskeið
Spennandi möguleikar á vinnumarkaði framtíðar
Hentu gömlu ferilskránni og búðu þig undir að vinna þar sem þú vilt, þegar þú vilt, með þeim sem þú vilt.
25. maí
Árelía Eydís
Fyrir frekari upplýsingar um bækur, rannsóknir eða námskeið hafðu endilega samband.