AEG_2014_2_vef

Heil og sæl og velkomin á síðuna mína, ég heiti Árelía Eydís Guðmundsdóttir.

Svolítið um mig; ég hef gaman af því að kenna, grúska, eiga djúpar samræður, ferðast, lesa, skrifa og dansa, elda og ekki síst borða. Ég er alin upp í Keflavík og er ættuð frá Brekku á Ingjaldssandi þar sem ég reyni að vera sem lengst á hverju sumri. Ég bý í vesturbænum og  á þrjú börn á aldrinum 11–27 ára.

Eftir mig hafa komið út greinar, pistlar, bækur og bókakaflar en það má finna hér á síðunni eitthvað af því efni.   Sex bækur hafa komið út eftir mig frá árinu 2002.

Ég er dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands.  Þar kenni ég leiðtogafræði og kúrsa um forystu og framtíðarvinnumarkað.  Ég hef kennt á háskólastigi, hina ýmsu kúrsa sem tengjast vinnumarkaði og stjórnun, frá árinu 1995.

Birt 16. janúar 2019

%d bloggers like this: