Bækur

Bækur sem ég hef skrifað

Völundarhús tækifæranna

2021 – Bjartur, Reykjavík

Völundarhús tækifæranna: Spennandi möguleikar á vinnumarkaði framtíðar. Hentu gömlu ferilskránni og búðu þig undir að vinna þar sem þú vilt, þegar þú vilt, með þeim sem þú vilt.

Slétt og brugðið

2021 – Bjartur, Reykjavík

Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. Konurnar standa flestar á krossgötum og þessi breyting hjálpar þeim að takast á við erfið mál í einkalífi og starfi.

Sara

2019 – Bjartur, Reykjavík

Grípandi, einlæg og spennandi saga um konu á krossgötum sem tekst að sigra sjálfa sig. Sara er önnur skáldaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur en fyrsta skáldsaga hennar, Tapað – fundið, hlaut sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda og sat lengi á metsölulistum.

Demystifying leadership in Iceland

2018 – Springer

Demystifying leadership in Iceland. An inquiry into cultural, societal, and entrepreneurial uniqueness. Höf: Inga Minelgaite, Svala Guðmundsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Olga Stangej

Sterkari í seinni hálfleik

2017 – Bjartur, Reykjavík

Á miðjum aldri eiga sér stað miklar breytingar í lífi okkar. Þá er mikilvægt að staldra við, taka leikhlé og íhuga stöðu okkar svo við getum mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik. Takist okkur vel upp eru spennandi tímar framundan. Og framtíðin sem bíður þeirra sem eru miðaldra í dag er gjörólíkt þeirri sem blasti við fyrri kynslóðum.

Ómissandi bók fyrir alla þá sem vilja eiga möguleika á að njóta lífsins til fulls í seinni hálfleik ævinnar og taka þátt í atvinnulífi og samfélagi framtíðarinnar af fullum krafti.

Tapað – Fundið

2015 – Bjartur, Reykjavík

Lögfræðingurinn Halla Bryndís fær í hendurnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hvað gerir kona sem situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin? Samhliða því sem við fylgjumst með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er skyggnst inn í dramatískt líf eiganda ferðatöskunnar.

Grípandi og spennandi saga af tveimur ólíkum konum og leit þeirra að lífsfyllingu og hamingju.

Á réttri hillu: leiðin til meiri hamingju í lífi og starfi

2011 – Veröld, Reykjavík

Ertu á réttri hillu í lífinu? Ertu að fást við það sem hentar þinni manngerð og nýta hæfileika þína til fulls? Ertu að leita að nýjum starfsvettvangi?

Í þessari aðgengilegu bók er fjallað um það hvernig hægt er að rýna í sjálfan sig og finna út frá nokkrum grunnþáttum hvar hæfileikarnir liggja. Í kjölfarið geta lesendur svo tekið próf og komist að því hvers konar manngerð þeir eru. Fjallað er sextán ólíkar manngerðir, styrk þeirra og veikleika, og rætt við fulltrúa allra þessara hópa sem eiga það sammerkt að hafa á endanum fundið fjölina sína í starfi sem hentar þeim.

„Ákaflega skýr og skemmtileg bók sem skilur lesandann eftir með kollinn fullan af spennandi hugmyndum og hugsunum.“

— Felix Bergsson, leikari og dagskrárgerðarmaður

„Lesandanum er boðið í skemmtilegt og nauðsynlegt ferðalag um sjálfan sig sem eykur ánægju og hamingju hvers og eins.“

— Halla Tómasdóttir

Móti hækkandi sól

2006, (endurútg.) 2012 – Salka, Reykjavík

Árelía Eydís bendir lesendum á mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi, meta styrkleika sína og veikleika og temja sér jákvæða hugsun og von í lífinu. /…/ Bókin er full af lifandi og skemmtilegum æfingum og dæmum sem fá okkur til að skoða stöðu mála út frá mismunandi sjónarhornum.

Íslenskur vinnumarkaður á umbrotatímum: Sveigjanleiki fyrirtækja, stjórnun og samskipti aðila vinnumarkaðarins.

2002 – Háskólinn í Reykjavík, Reykjavík

Þessi bók er útgefin doktorsritgerð mín sem ég varði árið 2001. Í bókinni er farið yfir kenningarlega umfjöllun um vinnumarkaði, sveigjanleika og stjórnun. Þá eru kynntar niðurstöður um íslenskan vinnumarkað.

Heildarniðurstaða rannsóknarinnar var að íslenskir stjórnendur séu betri í að höndla krísur en þenslu.

%d bloggurum líkar þetta: