Auðmýkt og hugrekki eru tvíburasystur.

Auðmýkt er lykilorð þegar kemur að leiðtogahæfileikum, og auðvitað almennt líka. Ef maður er auðmjúkur sýnir maður styrk sinn með því að gangast við sjálfum sér – eins og maður er. Maður þarf ekki að sýnast eða láta sem maður viti allt eða bakka í vörn þegar maður mætir andstreymi. Maður þorir að viðurkenna mistök og  þorir að leita spurninga og hjálpar hjá öðrum. Maður getur viðurkennt vanmátt sinn. Það heitir öðru nafni hugrekki. Auðmýkt og hugrekki eru því tvíburasystur.

Ég hef ekki alltaf átt auðvelt með að vera auðmjúk. Smelli stundum í hroka um leið og einhver efast um mig eða störf mín. Þá fer ég í vörn og hugsa „hvað heldur þú að þú sért! Ég skal sko sýna þér….bla, bla endalausar hugsanur um hefnd, stríð og yfirráð.“ Ég reyni hins vegar að ná tangarhaldi á „égóinu“ í mér og segja við sjálfan mig „ekki láta hugsanir þínar lama þig eða koma þér í vandræði, þetta eru bara hugsanir..“ Í þessu eins og öðru skapar æfingin meistarann og í hvert skipti sem hugsana hraðlestinn fer af stað í hroka/varnar/stríð/yfirráð – áttina þá minni ég mig á að sú leið sé leið hugleysingja. Oftast duga það því ekki vill ég vera neinn aumingi! .

Birtist fyrst á blog.is, 23.02.12