Hamingjan og ömmur.

Í nýjasta hefti af Harward Busness Review er fjallað um hamingjuna. Síðstu tuttugu árin hefur orðið mikil vakning í rannsóknum á fyrirbærinu hamingja. Fræðimenn sem skoða efnahagslegar afleiðingar hamingju, mismunandi hamingjustuðull þjóða hafa fengið nóbelsverðlaun. Þeir sem skoða leiðtoga og vinnustaði hafa komist að því að starfsmönnum sem líður vel í vinnunni koma meiru í verk og eru almennilegri við viðskiptavini, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. En hvernig verður maður hamingjusamari? Þetta er aldargömul spurning sem skáld og heimspekingar reyndu að svara áður fyrr en núna nálgumst við spurninguna fræðilega. Svarið er með einfōldum hætti. Það eru ekki stóru atburðirnir í lífi okkar sem hafa mest áhrif á hamingjuna heldur hvernig við hegðum okkur á hverjum degi. Hugleiðsla hreyfing, næg hvíld, ásamt því að vera í nánu sambandi við fólkið í kringum sig. Við stuðlum að okkar eigin hamingju með því að gera öðrum gott og með því að rifja reglulega upp hvað við erum þakklát fyrir. Allt eru þetta þættir sem amma þín hefur sagt þér en vísindin hafa staðfest að ömmur hafa alltaf rétt fyrir sér.

Birtist fyrst á blog.is, 14.02.12