Miðaldra.

A man in middle life still feels young, and age and death lie far ahead of him. 

Carl Jung

Ég hef átt í ástarsambandi við hugtakið miðaldra núna í nokkur ár (kannski af því að ég er samkvæmt skilgreiningu á þessu aldurskeiði). Ég er búin að viða að mér svona u.þ.b. þrjátíu, fjörtíu bókum. Mannfræðingar, félagsfræðingar, sálfræðingar, skvísur og ekki skvísur, æfingakerfi og andleg kerfi. Been there – dön it! Ég held að ég sé að verða orðin nokkuð góð alfræðiorðabók um hormóna, krísur og gjafir þessa „aldurskeiðs..“. 

Ég mun á næstu árum skrifa bækur, greinar og hella mér út í að miðla og dreifa þekkingu… get ekki annað! Svona er ég bara..! anyways – það sem er merkilegt við þetta aldurskeið er að það er NÚUPPGÖTVAÐ.. alveg þangað til fyrir rúmlega hundrað árum þá var fólk einfaldlega ung og svo gamalt! Ekkert þar á milli…….. miðaldra konur voru taldar vera kynþokkafyllstar, þess vegna var þessi tíska með stórum rass í upphafi tuttgustu aldar, (kjólar með ýktum rass..) til að líkja eftir líkama miðaldra kvenna. 

En nú er tíðin aldeildis önnur. Konur og karlar trúa því að það sé slæmt að eldast og gera ALLT sem hægt er til láta ekki bera á aldrinum. HALLÓ hversu ruglað getur það verið? Halló.. í fyrsta skipti í sögunni erum miðaldra einstaklingar stærsti, öflugasti og ríkasti hópurinn á vesturlöndum og það er komin tími til að við njótum þess sem þetta aldurskeið hefur upp á að bjóða. Ég mun gera mitt til að leysa okkur úr álögum þess að hrukkulaust og aukakílóarlaust líf sé það sem skiptir öllu máli………. eins og Jung segir við erum ung og dauðinn er mjög fjarlægur, lífið blasir við J. Njótum þess.

Birtist fyrst á blog.is, 15.06.12