The knowledge of all things is possible. Leonardo da Vinci
Hvað eiga Leonardo da Vinci, Niccoló Machiavelli og Michelangelo sameinlegt? Fyrir utan að vera allir ítalskir, karlmenn og snillingar? Jú, það er rétt þeir voru allir uppi á svipuðum tíma en da Vinci var fæddur 15. apríl 1452 og dó árið 1519. Þessir ítölsku herramenn, snillingar og frumkvöðlar höfðu allir NÆÐI. Tíma til að hugsa, tíma til að hvílast, tíma til að vera til og endurnærast. Líf þeirra einskorðaðist ekki af klukkunni.
Ég er hugfangin af Leonardo da Vinci, ekki aðeins var hann sætur og sjarmerandi, heldur er hann flokkaður sem mesti snillingur sögunnar. Það er ekki að ófyrirsynju. Hann smíðaði flugvél, teiknaði fallhlíf, hann málaði Monu Lísu, síðustu kvöldmáltíðina og fleiri ódauðleg listaverk. þess fyrir utan var hann fjörtíu árum á undan Coperniusi í að taka eftir því að jörðin hreyfist í kringum sólina – ekki öfugt. Hann var sextíu árum á undan Galelíói að taka eftir því að hægt væri að nýta „stórt stækkunargler“ til að skoða yfirborð tungslins. Hann var tvö hundruð árum á undan Newton í að uppgötva þyngdarlögmálið og fjögur hundruð árum á undan Darwin með þróunarkenninguna. Sumt af hans uppgötvunum höfum við ekki enn leitt til lykta.
Leonardo da Vinci hafði líka tíma til að gera fullt af mistökum. Hann setti upp nýjan búnað í „eldhúsi“ greifa sem hann vann fyrir og á sama tíma setti hann upp „eldvarnarkerfi“. Það kviknaði í eldstónni og eldvarnakerfið var svo öflugt að eldhúsið flæddi út meðan yfir hundruð fínustu gestir Florence biðu eftir réttum sínum. Honum tókst ekki að breyta árfarvegi og fleiri og fleiri mistök gerði hann. Þannig geri ég ráð fyrir að honum hafi tekist að halda áfram að þróast sem vísindamaður, listamaður og mannleg vera. Hann var meðal annars ástríðu kokkur og hafði yndi af garðrækt og hönnun.
Það er hollt að læra af snillingum – maður þarf ekki að spegla sig í neinum öðrum en sjálfum sér en það er svo forvitnilegt að reyna að ímynda sér hvernig nokkur maður hafi getað komið því til leiðar sem hann gerði. Hann á að hafa sagt á dánarbeðinu „ekki strax, ég á svo margt eftir..“ Váááá.. ef hann átti margt eftir hvað þá með okkur?
Ég er sannfærð um að enginn nær 5% af því sem hann kom til leiðar nema með því að skapa sér NÆÐI af og til, nema að ástunda kyrrð, nema að hafa sjálfsagann til að láta þögnina koma með spurningarnar til sín. Leita síðan svara þegar næðinu lýkur og annað tekur við. Við getum margt af Leonardo da Vinci lært. Það er líka gott í ófærðinni að leita að næðis- og yndisstundum.
Birtist fyrst á blog.is, 21.12.12