Raunverulegur kjarkur til að breyta!

Í bókum mínum, sérstaklega síðustu tveimur, fjalla ég um markmiðasetningu, stefnumótun og að láta drauma sína rætast. Ég í þó nokkur ár kennt um stefnumótun í eigin lífi og ráðlagt fólki um hvernig það kemur sér upp úr hjólförunum. Í ljósi þessa þá skýrist kannski af hverju mér þykir áramót alveg sérstaklega mikilvægur tími.

Núna þegar við flest erum svo stútfull, yfir um okkur, af rjóma, súkkulaði, hamborgarahrygg og öllu því fæði sem við tengjum við hátarhöldum, er auðvelt að falla í þann pytt að trúa hugsunum sínum.

Hugsanir eins og „ég er eins og svín, ég hata bumbuna á mér, ég borðaði allt of mikið, ég er ógeðsleg/ur..“ Síðan bætist við „líf mitt er hörmung, ég öfunda alla sem eru með allt undir kontról..“ „Aumingja ég! Þess fyrir utan er ég í ömurlegu sambandi, ömurlegri vinnu, ömurlgu húsi og ömurlegu landi.“ Svona spilar platan áfram þangað til við erum næstum komin í rúmið af þreytu, vonleysi og fórnarlambsmeðaumkun. Þangað til að við stöðvum hugsnafossinn og stígum á stokk og segjum; Hingað og ekki lengra! NÚ er komð að því. Ég ætla að fara í megun, líkamsrækt og ganga á hverjum degi á nýjan tind. allt þetta ár. Því ÞÁ verð ég hamingjusöm/samur. ÞÁ mun mér líða betur . Þá verð ég með allt undir kontról. Ég verð rík, fræg, mjó og örugglega með í öllum flottustu áramótapartíunum. ÞÁ verður allt lífið mun betra og ég aldrei óhamingjusöm/óhamingjusamur framar.

En ef hugsanafossinn er svona þá er ekki að breyta neinu. Eina sem gerist er að maður heldur af stað (been there, done that..) fullur af von og krafti þangað til að næsta hindrun verður á vegi manns og maður dettur í sama farið. Þess fyrir utan verður maður ekki hamingjusamur af því að vera ríkur, frægur eða grannur.

Raunverlulegur kjarkur er að beina allri okkar ást og góðmennsku í okkar eigin garð. Þegar við erum tilbúin til að sýna okkur athygli, ástúð og forvitni. Þegar við erum tilbúin til að samþykkja líf okkar og stöðuna eins og hún er núna. Með bumbunni, með bakflæðinu og með pokunum undir augunum. ÞÁ finnum við kjark til að breyta raunverulega lífi okkar. Stýra því í áttina sem okkur langar. Láta drauma okkar og þrár hvísla að okkur hvert skal halda. Þá erum við tilbúin til að bera nægilega virðingu fyrir okkur að öllu leiti og finna leið til að rækta líkama, sál og anda. Finna hvað hentar okkur af því við erum þess virði.

Gleðilegt nýtt dásemdar ár og megið þið njóta þess í botn að sinna líkama, sál og anda á nýjan og betri hátt en áður.

Birtist fyrst á blog.is, 02.01.12