Sá einn veit er víða ratar.

Sá einn veit: er víða ratar: og hefir fjöld um farið, stendur í Hávamálum. Bara svona rétt til að rifja upp þá eru Hávamál kvæði úr eddukvæðum. Hávamál merkir mál hins háa, en hinn hái er Óðinn og er kvæðið lífsspeki hans, og inniheldur hvortveggja hvunndagslegar ráðleggingar og háspekilegt efni. 

Spekin er þar af leiðandi arfur okkar Íslendinga um hvernig eigi að haga sér og ná árangri í lífi og starfi. Nú staðfesta vísindin það sem við vissum allann tímann – ferðalög eru góð fyrir okkur. Heilastarfseminn í okkur verður virkari ef við ferðumst og sköpunarkrafturinn eykst heilmikið. Nýjir staðir, nýjir litir, nýtt fólk, nýjar leiðir og nýr matur laðar fram það besta í heilastarfsemi okkar. 

Nú er aldeildis tíminn til að ferðast. Blessuð sólinn kyssir okkur dag hvern, á Íslandi. Ekki nóg með það heldur skín hún glatt um miðnæturbil eins og til að minna okkur á að fara ekki of snemma að sofa á fögrum sumarkvöldum. Fuglarnir syngja „dýrðin, dýrðin..“   Það þarf ekki að fara langt, þó að það sé líka skemmtilegt, maður getur skroppið dagstund. Eða lengur. Ferðalag niðrí fjöru með flöskuskeyti sem fara á fjarlæga strönd gæti verið nóg. En svo er líka hægt að fara í heimsreisu. það er kostur að prófa eitthvað nýtt – reyna að finna hvað hver staður hefur upp á að bjóða. Hvort sem er lítlil vík á Íslandi eða stórborg erlendis, kríugarg á útskeri eða iðandi mannlíf á fjölmennari stöðum. Festast ekki í sama farinu, nýta sumarið til að safna minningum og d-vítamíni fyrir hin langa vetur. Þá er gaman að rifja upp…. „sjáiði fjallið þarna fór ég“. 

Birtist fyrst á blog.is, 17.07.12