Skammarverðlaun í mömmubingóinu.

Hvað heitir hann þessi dauð karl sem á afmæli í dag?“Spurði 7. ára dóttir mín í morgun klukkan rúmlega 7 þegar ég var varla vöknuð – alla vega voru heilasellurnar ekki allar vaknaðar (eða kannski bara önnur þeirra…). Já hann Jón Sigurðsson? Nei, ekki hann… „það er einhver tungu dagur…“ gall í þeirri stuttu. Kreist… ég á að vita þetta, klóraði mér í kollinum, „já, dagur íslenskarar tungu“, hvaða dauði karl er aftur sá sem er aðal á þessum degi? … ohhh… allar mæður eiga að vita þetta. „Heyrðu er það ekki hann Jónas Hallgrímsson.'“

Þar með komst ég hjá því að hljóta skammarverðlaunin í mömmubingóinu á degi íslenskrar tungu. Ég hlýt venjulega skammarverðlaunin þegar kemur að afmælisboðum þar sem ég geri bara ráð fyrir að kaupa afmælisgjafir fyrir afmælisbarnið en ekki fyrir alla krakkana sem mæta í veisluna. Þess fyrir utan er kakan mín allaf frekar misheppnuð (síðast vældi ég !en…. þetta er bíll… sjáiði það ekki)“. Ég fæ líka skammarverðlaun á búningadögum. Dóttir mín sem er 19. ára er enn andlega löskuð eftir að ég, í mörg ár, sendi hana alltaf í laki sem búning. Ég klippti gat á mitt lakið og tuðaði töluvert á meðan um að það ætti ekki að eyða peningum í tilbúna búninga. Síðan skellti ég því yfir höfuðið á henni og sagði henni að hún væri draugur! Núna kaupi ég bara tilbúna búninga á litlu börnin – orðin eldri og reyndari. Ég fæ líka skammarverðlaunin í mömmubingói þegar kemur að því að borða hollann og staðgóðan mat á hverjum degi. Ég hef enn ekki fengið börnin til að borða á morgnanna grænan safa með „hörfræðolíu“ úti í. „Ég vil fá Seríós“, hljómar hátt og snjallt. Stundum reyni ég að bjóða hafragraut (ég meina íþróttaálfurinn sjálfur borðar hann samkvæmt einhverri auglýsingu) en það er sama hvað ég bið og reyni þau heimta sitt „Seríós“. Þar sem ég sat einn daginn og las blöðin stóð ein fyrirsögnin í mér „Fólk eitrar fyrir börnunum sínum“ … Seríós, samkvæmt hollustulöggunni er eitur! Skammarverðlaun.

Verður maður að hugsa eins og í bingóinu að skammarverðalaunin eru betri en enginn verðlaun?

Birtist fyrst á blog.is, 16.11.11