Vertu sólarmeginn í lífinu.

Andew Carnegie var fæddur í Skotlandi árið 1835 en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem unglingur og varð ríkasti maður sinnar samtíðar. Hann hagnaðist m.a. á járnbrautunum en eftir dauða hans er hann frægastur fyrir hvað hann gaf en ekki hvað hann átti. Carnegie stofnaði og gaf almenn bókasöfn um Bandaríkin og Bretland því hann trúði á mátt lærdóms og bókalestrurs. Allir mikilir leiðtogar eru lestrahestar, sagði hann einhverju sinni. Myndin sem hann lét standa yfir dyrum á fyrsta safninu sem hann gaf almenningi var mynd af sólinni með orðunum „let there be light.“ 

Af lífi hans, eins og svo margra annarra leiðtoga, er margt hægt að læra enn í dag ekki síst um hvað viðhorf okkar eru mikilvæg í sköpunarverki lífs okkar. „A sunny disposition is worth more than a fortune. Young people should know that it can be cultivated; that the mind like the body can be moved from the shade into the sunshine.“ Ég bara varð að hafa þetta beint eftir honum karlinum, sem sagt við getum lært að breyta viðhorfum okkar alveg eins og við getum flest hreyft líkamann.

Þetta er mikilvægustu skilaboð allra tíma, það er hægt að læra að verða vongóður, bjartsýnn og jákvæður. Ef maður nær að létta lund sína, og annarra í leiðinni.  Þá er ekki þar með sagt að lífið verði auðvelt. Hins vegar hvílir maður í vissunni um að það sé ekki lengur spurning um hvað kemur fyrir mann í lífinu.  Heldur hvernig maður velur að hugsa um það sem fyrir mann kemur, eða taka því sem að höndum ber.

ég er sammmála Carnegie um það að þessi skilaboð þurfa að komast til ungs fólks. Ég segi stundum við nemendur mína að þeir séu ráðnir út á það hvað þeir kunna en reknir fyrir það hver þeir eru. Fólk getur verið með allra handa prófgráður en ef það er ekki hægt að vinna með því, eða þá að það er svo neikvætt að það drepur niður menningu fyrirtækja. Þá er einfaldlega ekki annað hægt en að láta það fara! Stundum er það ekki hægt og þá þjást allir.

Á Íslandi hættir okkur til þess að kalla þá sem eru glaðlyndir; yfirborðskennda eða Pollýönnur eða skýjaglópa. Ég hef oft fengið slík viðurnefni sjálf – en þá bara kýs ég að horfa beint í átt að sólu og huga að því að strá í kringum mig ljósi frekar en dimmu. Við getum kosið viðhorf okkar, það er okkar mikilvægasti valkostur.

Prófum þessa vikuna að segja við okkur sjálf „lát verða ljós.“ Rannsóknir sýna að ef maður brosir bara með andlitinu (þ.e. raunverulegt bros nær til augna líka) þá eykst hamingja okkar. Ef maður hlær þá margfaldast hamingjuhormónin. Ef maður hugsar jákvæðar og uppbyggjandi hugsanir þá er maður líka svo miklu skemmtilegri! 

Svo er líka að koma vor og þá erum við bara sólarinnar börn – öll saman :-). 

Birtist fyrst á blog.is, 19.03.13