Vín, ostar og leiðtogar.

Vín, fólk og ostar verða oft betri með tímanum. Það á við um margt fleira. Leiðtogar verða oft betri með tímanum. Frægt er dæmi um Winston Churchill en hann var ungur rísandi stjarna í breskum stjórnmálum en vegna mistaka og hreyksli féll stjarna hans.  Hann varð í kjölfarið vonlítill og þunglyndur. Á fjórða áratug síðstu aldar varð Churchill hins vegar sá pólitíski leiðtogi sem stóð harðast gegn nasismanum og sigraði að lokum Hitler. Þá var hann reynslunni ríkari og komin um sextugt. Annar breskur stjórnmálamaður sem öðlaðist frægð snemma var William Hague, sem var kosin á þing 28 ára og varð ráðherra 35 ára og í kjölfarið formaður íhaldsflokksins. Hann var gjörsigraður af Tony Blair árið 2001. Hague gleymdist en hann sinnti ýmsu sem hafði setið á hakanaum, spilaði á píanó og gaf út bók. Árið 2010 komst hann aftur í sað og varð utanríkissráðherra rétt um fimmtugt.

Jóhanna okkar Sigurðardóttir er íslenskt dæmi um sambærilega sögu. Bæði forseti og forsætisráðherra okkar íslendinga eru komin yfir sjötugt.

Oft höldum við að ef við séum ekki búin að „meika það“ þegar við erum rúmlega þrítug þá séum við dæmd til að sitja á varamannabekknum það sem eftir er. En ekkert er fjarri sannleikanum. Góðar hugmyndir taka tíma sinn að verða til en ekki síður er mikilvægt að gera sér grein fyrir að góðar hugmyndir verða sjaldan að veruleika á undir áratug. Já, ég sagði áratug! Bók sem kemur út og verður vinsæl hefur oft tekið langann tíma að mótast. Arnaldur okkar Indriðason var orðin eldri en þrettán vetra þegar hann skapaði Erlend. Yrsa hafði líka víða komið við áður en hún skapaði sínar sögur. Þau hafa eflaust fengið hugmyndina mun fyrr – ég myndi veðja að hugmyndin hafi fæðst svona sirka áratug áður. Fyrirtæki eins og Marel varð til á teikniborðinu upp í Tæknigarði við Háskóla Íslands löngu áður en það varð að fyrirtæki. Það tók tíma sinn að byggja það síðan upp og á fyrstu árunum var oft tæpt á því hvort það lifði.

Kári, okkar, hlaupari sem nú keppir í London fljótlega er ungur að árum en hann hefur verið að hlaupa frá því að hann var í barnaskóla. Hann á langann ferill framundan og er komin í fremstu röð með því að leggja á sig ómælda vinnu.

Árangur krefst vinnu (alveg óþolandi staðreynd….). Við lifum á spennandi tímum þar sem frelsi okkar (hér) er ótakmarkað til að láta drauma okkar rætast. það er bara spurning um að nýta ímyndunaraflið, leyfa sér að dreyma og gera svo eitthvað í málunum. Mistök sýna eingöngu að fólk hefur reynt ýmislegt.

Muna að gera ráð fyrir því að hlutirnir taki áratug en ekki ár! Við náum miklum árangri á áratug en oft ekki svo miklum á ári. Hugsa langt fram í tímann og láta ekki mistök eða áföll verða hindrun. Ekki frekar en Jóhanna þegar hún sagði :“Minn tími mun koma.“ 

Við erum alltof stressuð í því að finnast við þurfa að fá allt núna! Og ef ekki, þá erum við bara búin að tapa… (hverju?.) Betra að slappa af og hugsa í áratugum en ekki árum.

Birtist fyrst á blog.is, 25.07.12