There comes a time when you ought to start doing what you want. Take a job that you love. You will jump out of bed in the morning. I think you are out of your mind if you keep taking jobs that you don´t like because you think it will look good on your résumé. Isn´t that a little like saving up sex for you old age? Warren Buffet
Í siðustu bók minni: Á réttri hillu. Leiðin til meiri hamingju í lífi og starfi, fjalla ég um hvernig maður getur fundið sína „réttu hillu“ í starfi. Undanfarið hefur ég verið að undirbúa mig fyrir námskeið og eins og venjulega verð ég alltaf að finna eitthvað nýtt til að framreiða. Ég fór því að lesa um Warren Buffet sem er annar ríkasti maður heims. Hann er þekktur fyrir langtíma fjárfestingar sínar og á, og rekur, fjöldan allann af fyrirtækjum um allann heim. Hann er náttúrulega orðin „rokkstjarna“ í heimi viðskipta og er ansi töluglöggur. Skemmtilegur náungi sem hefur sterkar skoðanir á því hvernig á að lifa lífinu farsællega og stjórna sér og öðrum þannig að maður nái árangri. Í tlvitnuninni hér að ofan, þá ræðir hann um grundvallarforsendu þess að við náum árangri: Að vinna við það sem maður hefur ástríðu fyrir og hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera.
Ég var að ræða við mann sem sagðist hafa farið að vinna við ástríðu sína, hann er mikil fjallageit, og á tímabili starfaði hann í fjalla „bransanum“. Hann sagðist eftir nokkur ár hafa hugsað með sér að hann langaði frekar að hafa fjallamennskuna áfram sem áhugamál en ekki vinnu því hann var öllum stundum í þess og þess vegna fannst honum þetta vera orðið slítandi. Hann hætti og fékk sé vinnu í banka og er alsæll með jafnvægið milli áhugamálsins og vinnunnar í dag.
Þegar ég ræði um að vinna við ástríðu sína þá á ég ekki endilega við að maður þurfi að vinna nákvæmlega við það sem er stærsta ástríða manns. Kannski vill maður halda því sem áhugmáli og fá útrás fyrir verkefnagleði sína annars staðar. Það getur til dæmis verið einmannalegt að vera rithöfundur, eins og Yrsa Sigurðardóttir hefur talað um. Hún kýs að vinna við verkfræðina og skrifa bækur.
Warren Buffet hefur mikla ástríðu fyrir peningum en hann hefur líka ástríðu fyrir því að stýra, að reka fyrirtæki og koma augu á tækifæri. Ástríðan er aldrei ein og óbreytanleg allt lífið. En staðreyndin er sú að ef þú tekur starfi eingöngu út á að það líti vel út á ferilskránni þá ertu ekki líkleg eða líkegur til að ná því besta sem þú hefur að bjóða heiminum.
Birtist fyrst á blog.is, 10.02.12