Ég hef alltaf verið hugfangin af endalokum. Útskrift af einum stað á annan.
Lífið hefur tilhneigingu til að setja okkur niður á krossgötur reglulega. Stundum velur maður að ganga ákveðið að þeim en stundum er maður settur þangað. Ég hef staðið á krossgötum og vitað að nú er ég komin á enda. Hins vegar eru krossgötur sem maður áttar sig ekki á fyrr en eftir á, að maður hafi komið að. Þessi tími, þar sem allt sem áður var verður ei lengur, gatan sem maður hefur ferðast kemur að enda, er merkilegur.
Allt er mögulegt en á sama tíma er það sem áður var ekki lengur möguleiki. Tækifærin sem felast í nýrri stöðu geta verið ótal mörg en geta líka verið takmarkaðri. Þegar litið er yfir farin veg er maður ýmist sáttur við þann veg sem maður var á eða alls ekki.
Mín reynsla er sú að þegar líður frá krossgötum sé ég yfirleitt að lífið setti mig á allt annan stað en mér datt í hug að ég færi. Oftast mun betri. Jafnvel merkilegri en mig hefði grunað. Reyndi á aðra og nýja þætti af sjálfri mér. Hver stýrir för? Líklega er best að fylgja flæði lífsins og treysta að það fari með mann þangað sem manni er ætlað.