Auðmýkt og hugrekki eru tvíburasystur.

Auðmýkt er lykilorð þegar kemur að leiðtogahæfileikum, og auðvitað almennt líka. Ef maður er auðmjúkur sýnir maður styrk sinn með því að gangast við sjálfum sér – eins og maður er. Maður þarf ekki að sýnast eða láta sem maður viti allt eða bakka í vörn þegar maður mætir andstreymi. Maður þorir að viðurkenna mistökHalda áfram að lesa „Auðmýkt og hugrekki eru tvíburasystur.“

Sársauki.

Þegar maður finnur til þá veitir maður sjaldan öðru athygli en verknum. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega æðrulaus þegar kemur að verkjum og sársauka. Ég vorkenni mér ferlega í hvert skipti sem ég fæ minnsta verk og læt öllum illum látum. Ég er heppin (og þeir sem í kringum mig eru) því ég erHalda áfram að lesa „Sársauki.“

Taktur lífsins.

„Ég fer ekki í leikskólann, alls ekki.“ Mótmælti sonur minn í morgun, skólaskvísan var þreytt en gladdist þegar hún fattaði að í dag er miðvikudagur og því bara þrír dagar í helgarfrí. Við vorum öll soldið lúin eftir að hafa haft fyrir því að borða svona mikið páskasúkkulaði. Fríin eru dásamleg en það er líka gottHalda áfram að lesa „Taktur lífsins.“

Framtíðarvinnumarkaðurinn – verður þú með?

í bók Michio Kaku, sem er eðlisfræðingur, fjallar hann um hvernig við munum lifa lífinu árið 2100. Hann spáir því að tölvur, eins og við þekkjum þær munu hverfa, við munum ávallt vera nettengd í gegnum augnlinsur og úrin okkar. Ekki nóg með það við munum eiga samskipti við netið og hluti með hugsunum okkar.Halda áfram að lesa „Framtíðarvinnumarkaðurinn – verður þú með?“

Sögur við eldhúsborðið.

Okkar dýpsta þörf er að tilheyra hópnum og þar með hvort öðru. Vísindamenn hafa komist að því að þetta er ekki einungis félagsþörf heldur er heilinn á okkur hannaður til þess að tilheyra. Þegar við tilheyrum ekki hópnum eða hvort öðru er hætta á að við veikjumst alvarlega. Samkvæmt þessum rannsóknum erum við ekki eitt heldur erum viðHalda áfram að lesa „Sögur við eldhúsborðið.“

Sjö ráð til að vera yngri, grennri, fallegri og ríkari….

„Það getur vel verið að við hér inni trúum því sem þú segir, en ekki fólkið hér fyrir utan þetta herbergi..“ Hann leit á mig og hristi höfuðið, ég vissi ekki hvort hann væri að hrista höfuðið yfir vitleysunni í mér eða þeim þarna fyrir utan. Í fyrirlestri mínum talaði ég um að það semHalda áfram að lesa „Sjö ráð til að vera yngri, grennri, fallegri og ríkari….“

„Skammast mín fyrir að vera hamingjusöm.“

Ég hitti kunningjakonu mína um daginn, „heyrðu, sagði hún, þú ert alltaf að skrifa þessa pistla þína. Þú hefur ekkert skrifað um það að vera hamingjusöm og skammast sín fyrir það. Hvað er það eiginlega? Þú verður að skrifa um það…“. Ég geri náttúrulega það sem ég er beðin um og ekkert kjaftæði. Það villHalda áfram að lesa „„Skammast mín fyrir að vera hamingjusöm.““

Vangadans.

Ég hef verið svo heppin að ferðast á tvo ólíka staði með stuttu millibili undanfarið. Í apríl fór ég til New York og er núna nýkomin frá Valencia á Spáni. Það er ótrúlegur munur á milli þessa staða, bæði í efnslegum skilningi þess orðs. Háhýsi, bílar, hraði og allt á fullu einkenna annan staðinn (hvortHalda áfram að lesa „Vangadans.“

Miðaldra.

A man in middle life still feels young, and age and death lie far ahead of him.  Carl Jung Ég hef átt í ástarsambandi við hugtakið miðaldra núna í nokkur ár (kannski af því að ég er samkvæmt skilgreiningu á þessu aldurskeiði). Ég er búin að viða að mér svona u.þ.b. þrjátíu, fjörtíu bókum. Mannfræðingar, félagsfræðingar, sálfræðingar,Halda áfram að lesa „Miðaldra.“

Engill augnabliksins í háloftunum.

Ég settist niður í flugsætið, á leið frá Akureyri, þreytt eftir tveggja daga fundareið um Norðurlandið, samstarfsmaður minn settist við gluggann. Ég hugsaði um allt sem ég ætti eftir að gera þegar ég kæmi heim..“Ertu frá Akureyri’“, ung björt og glöð kona í sætinu fyrir framan mig vakti mig upp úr hugsunum mínum. „Nei“ svaraðiHalda áfram að lesa „Engill augnabliksins í háloftunum.“