Það vellur konfekt út úr eyrunum á mér… ég hef ekki hreyft mig neitt um jólin nema til að rétta út hönd í yfirfullar skálar af konfekti, belgísku súkkulaði og Makintoss. Búin að lesa um það bil fjórar jólabækur hver annarri betri. Ég lagðist í flensu fyrir jólin svo að ég gat ekki annað enHalda áfram að lesa „Kynt undir áramótaheitabrennu.“
Author Archives: areliaeydis
Tuttugu og einn dagur!
Nú er tími til að gera það sem hægt er að gera í stað þess að einblína á það sem þarf að laga. Hugsa sér allt sem er mögulegt á þessu herrans ári. Nýjar hugsanir, ný ævintýri og ný ferðalög, nýjar hugmyndir um sjálfa þig. Ég hef oft sett sömu markmið og finnst þá stundum einsHalda áfram að lesa „Tuttugu og einn dagur!“
Konan með eitt brjóst.
Ég var að leggja grjónagrautinn á borðið, litlu krílin mín sátu við borðið og biðu eftir að fá þennan fína eftirjólarétt. „Ég var óþekk í sundi í dag“ tilkynnti sú stutta. Þetta er nú frekar venjuleg tilkynning á mínu heimili svo ég kippti mér ekki upp við þetta. „Kennarinn skammaði mig af því að égHalda áfram að lesa „Konan með eitt brjóst.“
Hvað get ég gert í dag sem ég hef frestað hingað til?
Ég viðurkenni það, ég fresta oft því sem hægt er að fresta til morgundagsins. Á morgun er ansi oft mantran mín. Sérstaklega þegar mér þykja verkefnin leiðinleg eða erfið… Ég fell þar með í flokk þeirra 95% einstaklinga sem fresta eða eru með frestunaráráttu svo að við nefnum þetta einhverju fínu nafni. Ég er mjögHalda áfram að lesa „Hvað get ég gert í dag sem ég hef frestað hingað til?“
Algjört beib!
Ég átti vin fyrir mörgum árum sem skipti oft um kærustur. Við vorum ung og það var alvanarlegt að fólk prófaði sig áfram með maka. En hann var mikill bílaáhugamaður og við vinir hans söguðum að „Jón“ væri komin með nýja sem passaði í bílinn. Hann hafði áhuga á fallegum hlutum og bílum, var alltafHalda áfram að lesa „Algjört beib!“
Malandi köttur.
Við fjölskyldan erum svo lánsöm að eiga kött, hann Mosa. Reyndar færir hann okkur reglulega fugla og mýs og þá er ekki eins og lánið leiki við okkur, en samt. Ég dáist að Mosa. Sagt er að hundar passi upp á eigendur sína en Mosi situr um heimilið og ef það nálgast önnur dýr þáHalda áfram að lesa „Malandi köttur.“
Bréf sem fundust í skúffu Abrahams Lincoln.
Um þessar mundir er verið að sýna kvikmynd um síðustu daga Lincolns bandaríkjaforseta. Myndin fjallar um baráttu hans til að aflétta lögum um þrælahald undir lok borgarastyrjaldarinnar. Lincoln er dáðasti forseti Bandaríkjanna fram á þennan dag, samkvæmt könnunum. Í myndinni kemur vel fram hæfileiki hans til að heilla fólk með orðum en hann var orðheppinnHalda áfram að lesa „Bréf sem fundust í skúffu Abrahams Lincoln.“
Að bíða eftir strætó í vesturbænum.
Ég hef oft beðið eftir strætó í vesturbænum og samkvæmt vísindarlegum niðurstöðum mínum þá er reglan sú að annað hvort kemur enginn eða þrír í einu! Alveg ótrúlegt, hafið þið tekið eftir því að tækifærin eiga það tl að haga sér eins í lífi manns almennt. Stundum þarf maður að bíða alveg endalaust eftir aðHalda áfram að lesa „Að bíða eftir strætó í vesturbænum.“
Hesturinn ógurlegi!
Ég man ennþá hvað ég skammaðist mín mikið að komast ekki yfir hestinn í leikfiminni í gamla daga. Íþróttakennarinn raðaði okkur upp í röð og é fann hverngi hjartslátturinn magnaðist innra með mér eftir því sem hver íþróttaálfurinn hoppaði léttilega yfir. Þegar svo loks kom að mér í röðinni var ég orðin sannfærð um aðHalda áfram að lesa „Hesturinn ógurlegi!“
Vertu sólarmeginn í lífinu.
Andew Carnegie var fæddur í Skotlandi árið 1835 en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem unglingur og varð ríkasti maður sinnar samtíðar. Hann hagnaðist m.a. á járnbrautunum en eftir dauða hans er hann frægastur fyrir hvað hann gaf en ekki hvað hann átti. Carnegie stofnaði og gaf almenn bókasöfn um Bandaríkin og Bretland þvíHalda áfram að lesa „Vertu sólarmeginn í lífinu.“
Upprisa!
Ég vatt mér fram úr í morgun og sá að sólin var að læðast á loft, þrátt fyrir þá þrálátu tilfinningu að ég þurfi að sofa meira dreif ég mig fram. Síðan tók þessa hefðbundna eftir hátíðarar streð við að koma krökkunum fram úr sem mótmæltu og sneru sér á hina. Eftir að hafa skóflaðHalda áfram að lesa „Upprisa!“
Persónuleg boðorð.
Hin kristnu boðorð eru tíu. Þau eru listi yfir trúarlegar og siðfræðilegar reglur sem samkvæmt biblíu kristinna manna og Torah Gyðinga, voru opinberuð af Guði fyrir Móses á fjallinu Sínaí. Í þeim birtast grundvallar gildi kristinna manna. Þið munið væntanlega eftir að hafa lært þau í fermingarundirbúninginum. Hið fyrsta er: Þú skalt ekki aðra GuðiHalda áfram að lesa „Persónuleg boðorð.“
Hvað á ég að gera þegar ég verð stór?
Um þessar mundir spyrja mörg ungmenni sig þessarar spurningar: Hvað á ég að gera þegar ég verð stór? Fólk veltur þessu fyrir sér þegar það er að hefja nám og velja sér vinnu. Þar sem ég er oft spurð þessarar spurningar eftir að bókin mín: Á réttri hillu, kom út þá ætla ég að svaraHalda áfram að lesa „Hvað á ég að gera þegar ég verð stór?“
Hver hefur sinn djöful að draga.
Þegar maður er manneskja, en ekki mús, hefur maður veikleika sem manni geðjast, öllu jafna, ekkert sérstaklega vel að. Maður vill ekki kannast við að fresta öllu fram á síðustu stund eða taka gagnrýni illa. Hvað þá að maður drekki of mikið eða sjái alltaf lífið þannig að grasið sé grænna hinum megin við lækinn.Halda áfram að lesa „Hver hefur sinn djöful að draga.“
Besta vinkona mín.
Rannsóknir hafa sýnt að vinkonur lækka streitustuðull kvenna! Vinkona er ein besta hamingjufjárfesting sem um getur, í lífi hverrar konu. Eitthvað hefur það með þá staðreynd að gera að vellíðunarhormónar flæða við nánar samræður kvenna en ekki milli karla og kvenna, alla vega í sama mæli. Þannig eru konur, konum bestar :-). Ef við þýðumHalda áfram að lesa „Besta vinkona mín.“
Segðu mér sögu.
Við fórum í göngutúr með fimm ára syni okkar í gær. Eftir að hafa klifrað í trjánum settumst við á trjástubba og hann leit á mig og bað mig að segja sér sögu. Ég brást að sjálfsögðu við og sagði honum sögu af álfadreng. Sögur gegna lykilhlutverki í þróun okkar manna. Þær eru mikilvægar tilHalda áfram að lesa „Segðu mér sögu.“
Fyrsta sæti í hverju?
Hetjur keppa og vinna. Í keppnum er alltaf einhver sem vinnur og einhver sem tapar. Þríþraut, maraþon, járnmaðurinn, söngvakeppni, fitness, metsölulisti, keppni í fegurð. Viðtöl við fólk í fjölmiðlum endurspegla þessa keppni. Það er spurt um hvernig þeir æfa, hvenær þeir æfa, hvað þeir borða og hvaða vörur þeir noti. Hver og einn getur síðanHalda áfram að lesa „Fyrsta sæti í hverju?“
Sálin í handverkinu.
Thomas Moore rithöfundur, sem þekktastur er fyrir bókina sína: Care of the soul, segir að maður næri sál sína með að vinna með höndunum eða líkamanum. Þegar maður hamast við að þrífa, eða vinnur í garðinum eða gerir við heimili sitt nærir maður, samkvæmt Moore, sálina með því að endurtaka og gera við það semHalda áfram að lesa „Sálin í handverkinu.“