Ég hef verið ótrúlega heppin með leikskóla barnanna okkar og dáðst að góðu starfi þeirra. Ég sat á kynningu hjá nýjum leikskóla, í vikunni, sem drengurinn okkar er að fara á og hugsaði með mér „en hvað ég vildi að ég væri að fara í leikskóla…“ Ég er víst fjörtíu og sex ára og kemstHalda áfram að lesa „Allir á róló!“
Author Archives: areliaeydis
Plantaðu fræjum.
Þeir sem að hausti, eða í vor, settu niður fræ njóta nú uppskerunnar í litadýrð blómanna. Sumir njóta þess að borða sínar eigin matjurtir og grænmeti, beint frá móður jörð. Eins og við vitum þá grær ekkert nema því sé plantað. Það þarf fræ til að líf kvikni. Þegar ég er orðin stór þá ætlaHalda áfram að lesa „Plantaðu fræjum.“
Utan þjónustusvæðis!
Eftir að hafa staðið í stórræðum undanfarið m.a. flutt milli hverfa, finn ég hvernig streitan læðist hægt og bítandi aftan að manni. Það merkilega við þreytuna og streituna er að hún kemur yfirleitt fram eftir að mesta álaginu líkur. Margir stjórnendur, sem eru hjá mér í ráðgjöf, eru undir gríðarlega miklu álagi. Það er ekkiHalda áfram að lesa „Utan þjónustusvæðis!“
Seinna kynþroskaskeið.
Það er soldið fyndið að lesa blöð sem ætluð eru fólki um og yfr fimmtugt. Fyrirsagnir eins og „stunda enn kynlíf“ og „það sem ekki má klæðast eftir þrítugt..“ „Hvernig á að halda vextinum og heilsunni.“ Ég get ekki annað en hlegið upphátt og hrist höfuðið. Þvílík tímaskekkja! Það er eins og markaðssérfræðingar hafi ennHalda áfram að lesa „Seinna kynþroskaskeið.“
Síðsumargleði.
Þá læðist það að síðsumarið, skríður yfir Esjuna hér sunnan heiða, og leggst hljóðlega yfir borgina. „Nú er mitt frí að bresta á“, sagði sex barna móðir ungra barna sem ég hitti um daginn. Ég brosti með mín tvo yngstu hlaupandi í kringum mig, í léttri sykurvími sumarsins. Nú er okkar tími komin! Maður ferHalda áfram að lesa „Síðsumargleði.“
Full, án þess að drekka áfenga drykki…
Við erum svo miklu, miklu öflugri en við höldum. Alveg satt. Ég ætla að nefna tvær skemmtilegar rannsóknir sem sanna mál mitt (nú kemur fræðimaðurinn upp í mér…). Richard Wiseman, breskur prófessor og félagar hans, gerðu rannsókn þar sem háskólanemum var skipt í tvö lið á bar, rautt og blátt. Þetta var tilraun þar semHalda áfram að lesa „Full, án þess að drekka áfenga drykki…“
Ungt og leikur sér og setur öryggið á oddinn.
Mín kynslóð ólst upp við kjarnorkuvá. Við vorum alin upp í skugga kalda stríðsins og ég man eftir að hafa hugsað mjög dimmar hugsanir um hvernig lífið á jörðinni yrði þegar kjarnorkusprengjan „myndi“ falla. Við lærðum um ógnina og skynjuðum hana sterkt. Lífið var viðkvæmt og ástandið hættulegt. Þegar við urðum unglingar þá tók ungtHalda áfram að lesa „Ungt og leikur sér og setur öryggið á oddinn.“
Að hugsa ekki skýrt!
Ég stóð í eldhúsinu og var að stússast. „Ég vil ekki fara til sálfræðings,“ sagði vinkona, litlu minnar, en hún er á svipuðum aldri. „Af hverju ekki?“ spurði mín. „Ég er ekki geðveik“ sagði hin. „Issssss það er ekkert mál, veistu hvað er að vera geðveik?“ Spurði mín og horfið opinmynt á vinkonu sína. VinkonanHalda áfram að lesa „Að hugsa ekki skýrt!“
Hann mun ekki breytast.
Í bók um kvenheilann, fjallar Louann Brizendine um kvenheilann. Bókin hefur opnað augu mín fyrir ýmsu… Öll fóstur eru til að byrja með kvenkyns en í kringum 18-21 viku af meðgöngu kemur alda testrósteróns sem breytir samsetningu á drengjaheilum (ég vissi að þeir væru öðruvísi….) Kvenheilinn heldur áfram að þróa samskipta- og nærandi (e.nurturing) stöðvarHalda áfram að lesa „Hann mun ekki breytast.“
Hverjum er að kenna?
„Það vantar leiðtoga, okkur vantar leiðtoga á öllum sviðum!“ Sagði konan, sem ég hitti í boði, eftir að hún vissi hvað ég starfa. Ég horfði á hana og spurði hvernig leiðtoga hún vildi fá. „Bara almennilega leiðtoga“ var svarið. Ég kenni leiðtogafræði og velti mér upp úr stjórnun og leiðtogafræðum á næstum hverjum degi. LeiðtogarHalda áfram að lesa „Hverjum er að kenna?“
Systur.
Eðlilegur samanburðarhópur hverrar konu eru systur hennar eða systir. Í dag á mín kæra systir afmæli og ég gleðst yfir því að eiga systur. Ég man hvað við eldri systurnar vourm glaðar þegar hún kom í heiminn. Síðar þegar hún fór af stað og við þurftum að passa hana gat það alveg komið fyrir aðHalda áfram að lesa „Systur.“
Alveg ónotuð.
Ég hitti fyrrum starfsfélaga mína í sumar, sem er ekki í frásögur færandi, nema hluti af hópnum eru íþróttakempur miklar. Þar sem við sátum og spjölluðum um daginn og veginn kom í ljós að flestir þeirra iðka skíði. Ég sagði ekki farir mínar sléttar af skíðaiðkun. Eina skiptið sem ég hef farið á skíði varHalda áfram að lesa „Alveg ónotuð.“
Lífsins krossgötur.
Lífsins krossgötur eru margar og þegar maður kemur að þeim þá veit maður stundum ekki hvort maður á að fara til vinstri, hægri eða beint áfram. Oftast gefur lífið manni ekki tækifæri til að fara aftur á bak (sem betur fer). Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga á þessum krossgötum:Halda áfram að lesa „Lífsins krossgötur.“
Gjöf hins smáa.
Þegar maður fer í burtu, að heiman, þá saknar maður þess hversdagslega. Að elda kvöldmat meðan gamla gufan mallar fréttirnar. Að strjúka nýklipptum drengjakoll. Að kyssa ástvin sinn. Að drekka nýlagaðan kaffibolla og lesa blöðin. Að Að ganga sömu götuna og taka eftir árstíðarskiptum. Að setjast niður við kvöldverð með fjölskyldunni. Að raða þvotti íHalda áfram að lesa „Gjöf hins smáa.“
Fimm C.
Indra Nooyi er forstjóri Pepsí. Hún var stödd hér á landi í síðustu viku á afmælishátið Ölgerðarinnar. Indra er fædd og uppalin í Indlandi en flutti til Bandaríkjanna til að mennta sig frekar. Hún varð forstjóri og starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins 2006. Hún hefur lagt áherslu á félagslega ábyrgð fyrirtækja og hefur náð miklum árangri semHalda áfram að lesa „Fimm C.“
Hvað gerðir þú í dag sem þér fannst erfitt?
það eru margir sem hafa komið að máli við mig og talað um vanlíðan ungmenna. Ég hitti vin minn sem er skólastjóri í framhaldsskóla um daginn. Hann talaði um að það hefði komið sér í opna skjöldu hvað mörg ungmenni væru kvíðin, þunglynd og ættu við erfiðleika að stíða. Ég hitti vin minn sem erHalda áfram að lesa „Hvað gerðir þú í dag sem þér fannst erfitt?“
Sólarvakning og skömm.
Ég er enginn morgunhani og á þessum árstíma finnst mér að vinnudagurinn eigi ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10. Bætum við roki, éli og kulda og þá fáum við niðurstöðuna að byrja á hádegi… En það er alveg sama hvað mér finnst (lífið er ekki sanngjarnt og allt það) hversdagurinn byrjarHalda áfram að lesa „Sólarvakning og skömm.“
Að samgleðjast.
Nú streyma inn jólablöðin þar sem allir eru svo sætir og fínir og baka svo margar sortir og eiga svo fallegar jólahefðir. Ég sat með kaffibollann yfir blaðinu og horfði á dýrðina og áður en ég vissi af var ég farin að hugsa „ohhhhh… það eru engar sniðugar jólahefðir hjá okkur.. Ég er alveg hættHalda áfram að lesa „Að samgleðjast.“