Það samband sem er mikilvægast er samband manns við sjálfan sig. Maður verður að þola sinn eigin félagsskap lífið á enda og þá er eins gott að maður sé eitthvað áhugaverður! Ekki satt? Alla vega eru þeir sem eru í góðu, nánu sambandi við sjálfa/n sig hamingjusamari og ná betri tökum á lífinu og samskiptumHalda áfram að lesa „Ertu í nánu sambandi?“
Author Archives: areliaeydis
Valdamestar á sextugsaldri.
Tímaritið Fortune birtir árlega lista yfir fimmtíu valdamestu konurnar í viðskiptalífi heimsins. Þarna er konum raðað upp eftir völdum en sú sem er í fyrsta sæti árið 2013 er Ginni Rometty forstjóri IBM, þá fimmtíu og sex ára. Það er ýmislegt áhugavert við þennan lista. Meðalaldur þeirra kvenna sem eru á listanum árið 2013 erHalda áfram að lesa „Valdamestar á sextugsaldri.“
Sársauki og árangur.
Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða óperusöngkona. Ég sá búningana í hillingu og að standa á sviði með þessum karlmannlegu og fallegu söngvurum. Ég lét mig dreyma um að standa á sviði í stóru leikhúsi. Ég var í barnakór og átti ömmu sem var óperusöngkona – það var u.þ.b. það eina semHalda áfram að lesa „Sársauki og árangur.“
Munaður og unaður, í dagsins önn.
Margir líta á október mánuð sem meistaramánuð en í mínum huga er hann mánuður munaðar og unaðar. Þetta er afmælismánuðrinn minn og eftir því sem ég verð eldri þá hef ég betur gert mér grein fyrir hvað það er mikill munaður að fá eitt ár í viðbót. Það sem ég hef nú þegar gert erHalda áfram að lesa „Munaður og unaður, í dagsins önn.“
Gefðu, til að að ná árangri.
Ert þú knúin áfram af því að gera samfélagið betri? Að þjóna samborgurum þínum? Að vilja láta gott af þér leiða? Samkvæmt rannsóknum Adams Grant ná þeir sem gefa meiri árangri en aðrir, í lífi og starfi. Hann skiptir fólk í þrennt; í fyrsta lagi þeir sem gefa, í öðru lagi þeir sem taka ogHalda áfram að lesa „Gefðu, til að að ná árangri.“
Litríkur vetur framundan.
„Hún hatar mig“, ég leit ekki upp úr blaðinu enda orðin jafn vön þessum yfirlýsingum eins og rigningunni. „Af herju segir þú það, elskan?“. Hún leit á mig tárvotum augum, „hún horfði þannig á mig“. Áður en ég gat svarað heyrði ég að hún var komin í símann að tala við þá sem hataði hana.Halda áfram að lesa „Litríkur vetur framundan.“
Heppni.
„Hún er svo heppin…“, smá öfundarglampa brá fyrir í augum hennar um leið og hún sagði „ég meina hún hefur allt!“. Ég hugsaði með mér að sú sem um væri rætt hefði líka undirbúið sig vel og haft mikið fyrir því að „hafa allt.“ Hvað sem það nú þýðir. það er svo auðvelt að fallaHalda áfram að lesa „Heppni.“
Þrælar.
„Æltar þú ekki að fara að vinna fljótlega“ var nýbökuð móðir spurð í minni návist nýlega. Mamman var ósköp þreytuleg með með hin litlu börnin hlaupandi í kringum sig. Hún varð ennþá þreytulegri á svip. Það er eins og við séum öll með einhverja þrælabumbu sem við hlýðum á og hlýðum án þess að hugsaHalda áfram að lesa „Þrælar.“
Jólahefðir.
Ég horfði á börnin mín, „eigum við kannski að breyta til?“. Þau litu á mig eins og ég hefði misst þessar fáu sellur sem af og til virka í hausnum á mér. „Nei, við breytum ekki!! Við það situr. Á jólum má engu breyta! Allt á að vera eins, alveg eins og áður. Ég lesHalda áfram að lesa „Jólahefðir.“
Innri og ytri ástandsskoðun á áramótum.
Þá árið er senn á enda og aldrei kemur það aftur. Ég fæ alltaf smá fiðring í magann á þessum tíma, bæði vegna of mikillar súkkulaðineyslu en líka svona spennu/kvíða tilfinningu. Nýtt ár, ný tækirfæri, árleg innri og ytri ástandsskoðun fer fram og áramótaheit í kjölfarið. Ég reyni að minna mig á að: Það erHalda áfram að lesa „Innri og ytri ástandsskoðun á áramótum.“
Kynþokki fyrr og nú.
Það hefur þótt vera upphefð í því, í gegnum tíðina, að vera Bond stúlkan. James Bond mundar gallkaldur byssuna, hrist Martíní-ið og stúlkuna jöfnum höndum. Þær hafa hingað til verið ungar, og vaxtalag þeirra í samræmi við tíðaranda hverju sinni. Bond er töffari sem svífst einskins við njóstnastörfin og Bond stúlkurnar eru alltaf þokkagyðjurHalda áfram að lesa „Kynþokki fyrr og nú.“
Vorveiki.
„þú ert alltaf svo ömurlega jákvæð“, sagði ein við mig um daginn. Ég hef ekki þorað að blogga síðan. Er búin að hugsa lengi um hvað ég eigi að segja sem sé alvarlegt, neikvætt og þrungið þungri merkingu. Dettur ekkert í hug, en í gær þá fór ég að hugsa um vorið. Það er náttúrulegaHalda áfram að lesa „Vorveiki.“
Hugrekki.
Hver dagur býr yfir nýjum möguleikum en það þarf hugrekki til að nýta þá. Þegar maður hugsar um hugrekki kemur oft upp í hugan lífshættulegar aðstæður þar sem einhver kastar sér fyrir bíl til að bjarga öðrum eða eitthvað álíka. En það þarf að æfa hugrekki á degi hverjum til að lifa lífinu til fullnustu.Halda áfram að lesa „Hugrekki.“
Ómótstæðilegir karlmenn.
„Ég tek ekki þann slag.“ Minn heittelskaði horfði á mig með uppgjöf í augum. „Hvað meinar þú?“ Svaraði ég, „það verður allt vitlaust!“. Hann leit á mig áhyggjufullur. Slagurinn stendur um að fara út á land á laugardagskvöld þar sem er ekki sjónvarp. Allir sem eiga börn á aldrinum 5-15 ára vita að það erHalda áfram að lesa „Ómótstæðilegir karlmenn.“
Að taka sig alvarlega..
„Þessi kennari getur ekki ætlast til að hún sé tekin alvarlega..“ Ég sat með kennsluumatið fyrir framan mig, fyrstu viðbrögð, eins og venjulega voru að hugsa hvernig ég gæti skipt um vinnu. Fjórum sinnum á ári fáum við háskólakennarar kennslumat sem er nafnlaust og því geta nemendur sett fram skoðanir sínar frjálst og án ábyrgðar.Halda áfram að lesa „Að taka sig alvarlega..“
Ekki gaman að vera rík og ein.
Það eru oft áhugaverðar umræður sem eiga sér stað í gamla Volvonum mínum sérstaklega þegar yngstu meðlimir fjölskyldunnar eru með. Eftir að hafa næstum rignt niður í götuna, bara við það að fara á milli húsa í gær, ákváðum við að fara á bókakaffi. „Heyrðu mamma, allar konurnar sem eru frægar eru mjóar..“ Þar komHalda áfram að lesa „Ekki gaman að vera rík og ein.“
Hvernig vinnustað viltu vinna á?
Vinnustaðir hafa „sál“ þrátt fyrir að margur stjórnendagúrúin hafi gert heilmikið í því að taka sálina úr fyrirtækjamenningunni. Gæðastjórnun, verkferlar, „Lean“ stjórnun, stimpilklukkur og mælingar eru svo sem góð og gild, en sálarlaus verkfæri út af fyrir sig. Er til dæmis rétt að segja að það eigi að taka 10 mínútur að baða „gamalt“ fólk,Halda áfram að lesa „Hvernig vinnustað viltu vinna á?“
Bitastæð hlutverk.
Það er fátt sem jafnast á við pólitísk plott að mínu mati, nema þá helst að lenda í því, en sem sjónvarps- og lestraefni fæ ég seint nóg. House of Cards með Robin Wright gleður og svo ég tali nú ekki um Borgen með Sidste Barbett Knutsen í hlutverki danska forsætisráðherrans. Ég hefði kosið Birgitte,Halda áfram að lesa „Bitastæð hlutverk.“