Reunion.

Það er eitthvað ljúft við að hitta gömlu bekkjafélaga sína aftur. Gamlar minningar vakna um leið og maður rýnir í andlit þeirra sem maður hefur ekki hitt í mörg ár. Ég er á reunion tíma núna þar sem hópar úr æskunni hittast og gera sér glaðan tíma saman.  Í bandarískum kvikmyndum er þemað í reunionHalda áfram að lesa „Reunion.“

Vertu óþekk!

Ég fór á skemmtilega ráðstefnu í síðustu viku sem hét WE – fjallað var um hvernig ætti að brúa kynjabilið. Ráðstefnan var pökkuð með skemmtilegum og fróðlegum innleggum og það var gaman að vera hluti af henni. Eitt ráð til kvenna sem vilja ná árangri var oftar endurtekið en annað – Vertu óþekk!, ekki látaHalda áfram að lesa „Vertu óþekk!“

Töfrar.

Ég var að koma úr töfrandi göngurtúr við Ægisíðu. Það var eins og skaparinn hefði ákveðið að gefa okkur alla þá fallegustu liti sem hægt var að finna. Himinn og haf voru sem töfrandi teppi, appelsínugulir, bleikir, fjölubláir og allar víddir bláar blöstu við og augnablikið varð töfrandi. Allt í einu sem ég gékk uppnuminHalda áfram að lesa „Töfrar.“

Þú þarft ekki að vera framúrskarandi…

Ég græt alltaf á útskriftum, mér finnst eitthvað svo hjartnæmt að ljúka við verkefni sem tekið hefur tíma og útheimt heilmikla fyrirhöfn. Dagurinn sem maður getur sagt við sjálfan sig, sjáðu fjallið þarna fór ég …. Mér finnst svo skemmtilegt að byrja á verkefnum að stundum á ég erfitt með að klára þau. Þegar þaðHalda áfram að lesa „Þú þarft ekki að vera framúrskarandi…“

Segðu já!

Hún horfði raunmædd á mig „ég nenni ekki að fara, það verður örugglega fullt af fólki sem ég þekki ekki..“. Ég gat ekki annað en hugsað þá sem buðu. Oft bíður fólk og lífið upp á tækifæri sem mér finnst algjört grundvallaratriði að segja alltaf já við! Svona til að byrja með en síðan máHalda áfram að lesa „Segðu já!“

Kerling!

Vinkona mín sem er jafngömul mér hafði samband við mig um daginn. Hún var í sjokki og ég þurfti að blása í hana lífi… næstum því. Hún hafði verið að tala við konu sem kom í ljós að hafði verið nemanda minn en sú var þrítug. Þær voru að tala saman „já, hún Árelía kenndiHalda áfram að lesa „Kerling!“

Í gamla daga..

Við vorum á leið heim úr fjölskylduboði og dóttir mín sneri sér að mér: „mamma, hvað gerði fullorðna fólkið áður en internetið kom?“ Ég skildi ekki spurninguna og einbeitti mér að því að komast áfram í myrkrinu. Ég hváði, gerði ráð fyrir að þetta væri ein af þessum: … mamma, voru til bílar þegar þúHalda áfram að lesa „Í gamla daga..“

Allt á hvolfi.

Sólin hitar kroppinn á ströndinni og við horfum á alla bronslituðu kroppana þar sem við liggjum með íslenska beinhvíta útlimi og ég með bleika bumbu. Fátt minnir á jólin – en þó það stendur skreytt jólatré við strandlengjuna, svona eins og þetta á Austurvelli. Krakkarnir byrja á að hlaupa út í sjó þar sem enginnHalda áfram að lesa „Allt á hvolfi.“

Unga fólkið að drepast úr leiðindum í vinnunni!

Þeir sem eru fæddir u.þ.b. milli 1980 til 2000 tilheyra kynslóð sem á ensku er kölluð „millennials“ eð Y-kynslóðin til aðgreiningar frá fyrri kynslóðum. Þessir einstaklingar hafa alist upp í tæknivæddari heim en nokkur önnur kynslóð og „tala“ þess vegna reiprennandi „tæknísku“ á öllum sviðum. Þau eru meðvitaðri um heiminn en við vorum og kunnaHalda áfram að lesa „Unga fólkið að drepast úr leiðindum í vinnunni!“

Hvað er á „Bucket“ listanum þínum?

Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að haka við markmið sem ég hef sett mér. Ég fæ mikla sigurtilfinningu sem ég skola niður með þakklæti yfir að hafa getað gert það sem ég stefndi að. Í yfir áratug hef ég kennt mismunandi hópum að gera svokallaðan „Bucket“ lista eða það sem ég kalla 101-lista.Halda áfram að lesa „Hvað er á „Bucket“ listanum þínum?“