Lifðu lengur: Fjárfestu í nánum samböndum.

Ég verð að syngja reglulega óð til vináttunnar, fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að vinir auka ekki bara hamingju og vellíðan heldur lengja lífið. „Traustur vinur getur gert kraftaverk“ söng hljómsveitin Upplyfting einhvern tímann fyrir löngu og þar höfðu þeir rétt fyrir sér. Þegar skoðað hvað skiptir mestu máli í lífi fólks sem lifir lengst (mjögHalda áfram að lesa „Lifðu lengur: Fjárfestu í nánum samböndum.“

Próf.

Í morgun var próf hjá mér og nemendur mínir sátu áhyggjufull á svip yfir lausnum sínum þegar ég kíkti á þau. Ég veit að ef þau hafa mætt vel, undirbúið sig og lesið efnið þá er í lagi með þau. Flest þeirra hafa gert það.  Mér varð hugsað til prófa lífsins sem framundan er hjáHalda áfram að lesa „Próf.“

Gjafir.

Sumar gjafir eru svo dásamlegar að þær sitja í manni lengi, lengi. Ein slík gjöf er góð saga sem kennir manni eitthvað um lífið, mann sjálfan og aðra. Önnur gjöf er þegar fólk treystir manni fyrir sér og gefur manni hlutdeild í lífi sínu.  Ein stærsta gjöf sem maður gefur er athygli og tími. ÞegarHalda áfram að lesa „Gjafir.“

Breytingaskeiðið; tiltekt í tíu liðum.

Bara orðið sjálft vekur upp tilfinningarsveiflur, breytingaskeið með þurrki, hitakófum, svefnleysi og ömmuskeggi. Hver vill það? Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað við vitum almennt lítið um þetta merkilega skeið í lífi kvenna þegar hormónarnir taka að breytast eftir áralanga mánaðarlega reglulega sveiflur. Fram að breytingaskeiði höfum við verið prógrammer-aðar til þessHalda áfram að lesa „Breytingaskeiðið; tiltekt í tíu liðum.“

Í sambandi.

Ég heyrði tólf ára dóttur mína tala í símann í sveitinni okkar „það er ekkert net, enginn gemsi virkar. Símanúmerið er mjög skrýtið og byrjar á 4-um og síminn er þannig að maður þarf að leggja hann aftur á takka.“ Ég gat ekki annað en brosað, þess fyrir utan þarf hún að tala í símannHalda áfram að lesa „Í sambandi.“

Einkunnir

„Ég kemst örugglega ekki í neinn menntaskóla“ sagði tólf ára dóttir mín þegar hún afhenti mér einkunnir úr samræmdu prófum sjöunda bekkjar. Hún sá framtíðina fyrir sér fara í vaskinn, enginn menntaskóli, og úr því yrði hvort sem ekkert úr henni. Ég tók róleg upp úr umslaginu stóra dóminn og hún hafði bara staðið sigHalda áfram að lesa „Einkunnir“

Töfrar

Það er alveg merkilegt hvað haustmisserið er fljótt að líða. Einhvern veginn þá byrjar október og svo búmm… bráðum jól. Ég er svo heppin að mér finnst myrkrið notalegt og þegar jólaljósin koma upp gleðst ég eins og krakki.  Þegar ég var að alast upp í Keflavíkinni, þá komum við fjölskyldan í sérferð til ReykjavíkurHalda áfram að lesa „Töfrar“

Göngum fyrir þá sem ekki gátu gengið lengra

„Föllum á kné“, segir í einu fallegasta jólaljóði okkar; Ó helga nótt. Myrkrið er allt umlykjandi og nætur langar á norðuhveli jarðar á þessum tíma. Flestir finna fyrir margræðum tilfinningum, þeir sem komnir eru af barnsaldri finna fyrir barninu í sjálfum sér og stundum, trega og eftirsjá eftir liðnum tímum. Aldrei er eins áberandi missirHalda áfram að lesa „Göngum fyrir þá sem ekki gátu gengið lengra“