Ég er alltaf á leiðinni í fjallgöngu en einhvern veginn þá er ég alltaf á leiðinni en ekki á leiðinni upp neitt fjall. Mér varð hugsað til þess þegar ég keyrði fram hjá Esjunni nokkrum sinnum í röð að þegar ég kæmist á toppinn þá væri örugglega einhver búin að fara á höndum upp áHalda áfram að lesa „Sundlaugarperri!“
Category Archives: Pistlar
Sá einn veit er víða ratar.
Sá einn veit: er víða ratar: og hefir fjöld um farið, stendur í Hávamálum. Bara svona rétt til að rifja upp þá eru Hávamál kvæði úr eddukvæðum. Hávamál merkir mál hins háa, en hinn hái er Óðinn og er kvæðið lífsspeki hans, og inniheldur hvortveggja hvunndagslegar ráðleggingar og háspekilegt efni. Spekin er þar af leiðandi arfurHalda áfram að lesa „Sá einn veit er víða ratar.“
Vín, ostar og leiðtogar.
Vín, fólk og ostar verða oft betri með tímanum. Það á við um margt fleira. Leiðtogar verða oft betri með tímanum. Frægt er dæmi um Winston Churchill en hann var ungur rísandi stjarna í breskum stjórnmálum en vegna mistaka og hreyksli féll stjarna hans. Hann varð í kjölfarið vonlítill og þunglyndur. Á fjórða áratug síðstu aldar varð Churchill hinsHalda áfram að lesa „Vín, ostar og leiðtogar.“
Fantasíur mæðra um óslitin svefn!
Ég fann fyrir miklum sálarfriði í morgun þegar yngsta kynslóðin var komin í skóla og leikskóla. Eftir ferðalög sumarsins tók ég upp úr töskum í þögn! Þögn! .. það hefur ekki ríkt þögn í kringum mig síðan í byrjun júní. Ég fann hvernig ég gat allt í einu hugsað eina hugsun til enda – alvegHalda áfram að lesa „Fantasíur mæðra um óslitin svefn!“
Þegar að…
Það voru margir sem minntu mig á, eftir síðasta pistil, að það var Þyrnirós en ekki Mjallhvít sem svaf í heila öld. Svo kom hin ungi konungsson og vakti hana blíðlega upp af hundrað ára svefni. Það eru margir sem bíða eftir því að prinsinn komi og vekji sig með kossi. Þessi bið eftir hinumHalda áfram að lesa „Þegar að…“
Fimm atriði sem þú ert þakklát/ur fyrir.
Helstu trúarbrögð heimsins, heimspekingar og fræðimenn á sviði jákvæði- og hamingjufræða hafa sýnt fram á mikilvægi þess að vera þakklátur. Ömmur heimsins hafa því, enn og aftur, sannað sig með því að leggja áherslu á að kenna barnabörnum þakklæti. Ég hef unnið með kenningar um jákvæðni og hamingju í yfir áratug. Skrifað bækur, kennt ogHalda áfram að lesa „Fimm atriði sem þú ert þakklát/ur fyrir.“
Sjálfsvíg.
Ég sat í Dómkirkjunni með öðrum aðstandendum þeirra sem höfðu tekið sitt eigið lif. Úti geysaði stormur sem var í samræmi við þann storm sem hafði geysað í lífi okkar þegar við misstum ástvin okkar. Hvort sem það var fyrir tuttugu og tveimur árum, ellefu árum eða á síðasta ári. Við fundum fyrir sorginni, missinumHalda áfram að lesa „Sjálfsvíg.“
Stefnumótun í eigin lífi.
Nú er verið að endurútgefa bókina mína: Móti hækkandi sól. Lærðu að virkja kraft vonar og heppni í lífi þínu. Það settti mig í þá stöðu að þurfa að lesa hana aftur! Ég var kvíðin, hafði ekki heimsótt þá bók síðan 2005. En, eins og með kvíða almennt, um leið og ég hóf verkið þá varHalda áfram að lesa „Stefnumótun í eigin lífi.“
Allt mögulegt!
Breytingar eru mér hjartfolgnar, bæði af því að ég hef stúderað breytingastjórnun og kennt það fag en líka af því að ég persónulega farið í gegnum margar breytingar. Það er svo skrýtið að við ætlum að lífið sé og verði alltaf eins en svo skellur á enn ein breytingaraldann. Einu sinni enn! Stundum er einsHalda áfram að lesa „Allt mögulegt!“
Unaðsvika!
Ég er í átaki! Það er svo sem ekkert nýtt, hef verið í yfir hundrað og fimmtíu átökum sem hafa farið misjafnlega vel, nenni ekki að hugsa um það meira. Ég er í viku átaki sem snýst um að njóta. Ég byrjaði í gær og fékk mér stórkostlega franska súkkulaðiköku með góðu kaffi og satHalda áfram að lesa „Unaðsvika!“
Kraftaverkin gerast!
Ég reyndi eins og ég gat að koma krökkunum eins hratt fram úr og hægt er í morgun. Átta ára daman grét við matarborðið og sagðist ekki vilja fara í skólann. „Skólinn er ömurlegur, ég vil ekki fara, ég hata stærðfræði..“ Ég horfið á hana og skellti því fram að í síðustu viku hefði stúlkaHalda áfram að lesa „Kraftaverkin gerast!“
Skapandi pása og skór.
Í dag er ég í skapandi pásu frá öllu öðru. Rannsóknir hafa sýnt að þegar við tökum okkur pásu frá því sem við venjulega erum að fást við verðum við meira skapandi fyrir vikið. Mig langar að verða enn meira skapandi svo ég tók daginn frá til að taka skapandi pásu. Ég fór í bæinnHalda áfram að lesa „Skapandi pása og skór.“
Stigvaxandi jólakvíði.
Okkur vantaði einn ljósakúpul um helgina svo við fórum í tvær stórverslanir sem bjóða upp á slíkt. Jólaskreytingar mættu okkur við dyrnar og drengurinn fjögurra ára varð stóreygur. „Jólatré, jólatré… hvenær koma jólin?“ Ég var að hugsa um að segja honum að Frostrósirnar kæmu með jólin en ákvað að vera ekkert að flækja málin. ViðHalda áfram að lesa „Stigvaxandi jólakvíði.“
Þrjár spurningar í minningagrein.
Vinkona mín sem er prestur segir að það sé sér hollt að jarða reglulega. Ekkert minnir mann eins á mikilvægi lífsins eins og að kveðja einhvern úr þessari jarðvist. Ég fór á jarðaför í vikunni og varð hugsað til þessara orða hennar. Ég hef kennt í MBA-námi frá því að byrjað var að kenna slíktHalda áfram að lesa „Þrjár spurningar í minningagrein.“
Sölumaður af guðs náð.
Fólk segir oft um þá sem eru flinkir í að selja að þeir gætu selt ömmu sína (hver vill annars selja ömmu sína sem eru eitt það verðmætasta sem maður á?) Maður þekkir þá sem hafa ástríðu fyrir sölu á löngu færi. Ef maður fer á markaði erlendis þá eru það þeir sem leggja bæðiHalda áfram að lesa „Sölumaður af guðs náð.“
Óþolandi en alltaf þarf að hafa fyrir öllu.
Það er erfiðara að ná árangri á einu ári en við höldum. Margar kenningar sem kenndar eru við sjálfshjálp bjóða upp á aðferðir til skyndilausna þar sem kraftaverkin gerast á stuttum tíma. Stjórnunar- og leiðtogabækur eru sumar í anda þessa. Fyrstu hundrað dagarnar í starfinu er titill á vinsælli leiðtogabók þar sem gert er ráðHalda áfram að lesa „Óþolandi en alltaf þarf að hafa fyrir öllu.“
Sæt, sexí, sjarmerandi og fleiri esss.
Sjálfsumhyggja (e. self compassion) hefur sterk áhrif á sjálfstraust. Sjálfsumhyggja felst í því að vera sinn besti vinur. Í því felst að koma fram við sjálfan sig eins og maður kemur fram við sinn besta vin. Þegar vinur manns á erfitt þá er ekki líklegt að maður segi „þú ert nú meiri auminginn, hættu að vorkennaHalda áfram að lesa „Sæt, sexí, sjarmerandi og fleiri esss.“
Endalaust vesen á þessum kellingum!
Ég sat með hópi karla og lét lítið fyrir mér fara, hlustaði á spjallið. „það er endalaust vesen á þessum kellingum, ætli maður þurfi ekki að fara setja upp einhverja seríu einu sinni enn.“ „já“ hnussaði í öðrum „maður er aldrei búin.“ Þeir fóru svo að ræða um mikilvægari mál eins og pólitík og gjaldeyrishöftin.Halda áfram að lesa „Endalaust vesen á þessum kellingum!“