Sá einn veit er víða ratar.

Sá einn veit: er víða ratar: og hefir fjöld um farið, stendur í Hávamálum. Bara svona rétt til að rifja upp þá eru Hávamál kvæði úr eddukvæðum. Hávamál merkir mál hins háa, en hinn hái er Óðinn og er kvæðið lífsspeki hans, og inniheldur hvortveggja hvunndagslegar ráðleggingar og háspekilegt efni.  Spekin er þar af leiðandi arfurHalda áfram að lesa „Sá einn veit er víða ratar.“

Vín, ostar og leiðtogar.

Vín, fólk og ostar verða oft betri með tímanum. Það á við um margt fleira. Leiðtogar verða oft betri með tímanum. Frægt er dæmi um Winston Churchill en hann var ungur rísandi stjarna í breskum stjórnmálum en vegna mistaka og hreyksli féll stjarna hans.  Hann varð í kjölfarið vonlítill og þunglyndur. Á fjórða áratug síðstu aldar varð Churchill hinsHalda áfram að lesa „Vín, ostar og leiðtogar.“

Fimm atriði sem þú ert þakklát/ur fyrir.

Helstu trúarbrögð heimsins, heimspekingar og fræðimenn á sviði jákvæði- og hamingjufræða hafa sýnt fram á mikilvægi þess að vera þakklátur. Ömmur heimsins hafa því, enn og aftur, sannað sig með því að leggja áherslu á að kenna barnabörnum þakklæti. Ég hef unnið með kenningar um jákvæðni og hamingju í yfir áratug. Skrifað bækur, kennt ogHalda áfram að lesa „Fimm atriði sem þú ert þakklát/ur fyrir.“

Sjálfsvíg.

Ég sat í Dómkirkjunni með öðrum aðstandendum þeirra sem höfðu tekið sitt eigið lif. Úti geysaði stormur sem var í samræmi við þann storm sem hafði geysað í lífi okkar þegar við misstum ástvin okkar. Hvort sem það var fyrir tuttugu og tveimur árum, ellefu árum eða á síðasta ári. Við fundum fyrir sorginni, missinumHalda áfram að lesa „Sjálfsvíg.“

Unaðsvika!

Ég er í átaki! Það er svo sem ekkert nýtt, hef verið í yfir hundrað og fimmtíu átökum sem hafa farið misjafnlega vel, nenni ekki að hugsa um það meira. Ég er í viku átaki sem snýst um að njóta. Ég byrjaði í gær og fékk mér stórkostlega franska súkkulaðiköku með góðu kaffi og satHalda áfram að lesa „Unaðsvika!“

Stigvaxandi jólakvíði.

Okkur vantaði einn ljósakúpul um helgina svo við fórum í tvær stórverslanir sem bjóða upp á slíkt. Jólaskreytingar mættu okkur við dyrnar og drengurinn fjögurra ára varð stóreygur. „Jólatré, jólatré… hvenær koma jólin?“ Ég var að hugsa um að segja honum að Frostrósirnar kæmu með jólin en ákvað að vera ekkert að flækja málin. ViðHalda áfram að lesa „Stigvaxandi jólakvíði.“

Óþolandi en alltaf þarf að hafa fyrir öllu.

Það er erfiðara að ná árangri á einu ári en við höldum. Margar kenningar sem kenndar eru við sjálfshjálp bjóða upp á aðferðir til skyndilausna þar sem kraftaverkin gerast á stuttum tíma. Stjórnunar- og leiðtogabækur eru sumar í anda þessa. Fyrstu hundrað dagarnar í starfinu er titill á vinsælli leiðtogabók þar sem gert er ráðHalda áfram að lesa „Óþolandi en alltaf þarf að hafa fyrir öllu.“

Sæt, sexí, sjarmerandi og fleiri esss.

Sjálfsumhyggja (e. self compassion) hefur sterk áhrif á sjálfstraust. Sjálfsumhyggja felst í því að vera sinn besti vinur. Í því felst að koma fram við sjálfan sig eins og maður kemur fram við sinn besta vin. Þegar vinur manns á erfitt þá er ekki líklegt að maður segi „þú ert nú meiri auminginn, hættu að vorkennaHalda áfram að lesa „Sæt, sexí, sjarmerandi og fleiri esss.“

Endalaust vesen á þessum kellingum!

Ég sat með hópi karla og lét lítið fyrir mér fara, hlustaði á spjallið. „það er endalaust vesen á þessum kellingum, ætli maður þurfi ekki að fara setja upp einhverja seríu einu sinni enn.“ „já“ hnussaði í öðrum „maður er aldrei búin.“ Þeir fóru svo að ræða um mikilvægari mál eins og pólitík og gjaldeyrishöftin.Halda áfram að lesa „Endalaust vesen á þessum kellingum!“