– Námskeið –

Lærðu um hvað fræðin segja okkur um tækifæri og hindranir á þriðja æviskeiði lífsins.
Hvaða drauma berð þú í brjósti sem þú vilt nýta árið 2026 til að láta rætast? Til þess að taka stjórnartaumana á eigin lífi er alltaf gott að undirbúa sig vel, staldra við og setja stefnuna. Ég mun flétta saman vísindunum og áratuga reynslu af framtíðar stefnumótun í þessu námskeiði. Sérstakur fókus er á að fara yfir rannsóknir á hvaða þættir eru mikilvægari eftir því sem við verðum reynslunni ríkari til að gera hvert ár fullt af lífi og spennandi ævintýrum.
Nánari upplýsingar
Markmiðið er að þátttakendur dýpki skilning sinn á áskorunum og tækifærum á miðjum aldri og hugarfari sem eykur líkur á að verða ánægðari eftir því sem árunum fjölgar. Fara enn sterkari inn í þriðja æviskeiðið.
Þetta námskeið er hannað til að hjálpa þér að fjarlægja hindranir og sleppa tökunum á því sem ekki þjónar þér lengur, endurnýja kraft og hugrekki til að ganga enn sterkari inn í seinna hálfleik.
Á námskeiðinu undirbýrð þú þig til að hrista upp í munstrum til að blómstra.
Efnistök:
- Hvernig við undirbúum okkur fyrir langt líf líkamlega.
- Hvernig undirbúum við okkur fyrir langt líf andlega og tilfinningalega.
- Hvernig á að fjárfesta í nánum tengslum.
- Hvernig gerum við breytingar að spennandi verkefni.
- Hverjar eru helstu innri hindranirnar.
- Hvernig ná má dýpri tengingu við tilgang lífs þíns.
- Hvernig uppgötva má nýjan flöt á seinni hálfleik lífs þíns.
- Hvernig rækta má sterkari tengingu við innri takt þinn.
- Hvernig endurheimta má leik, skemmtun, forvitni og sköpun sem sterkustu öfl í lífi þínu.
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur starfað sem háskólakennari, rithöfundur, ráðgjafi og nú síðast sem borgarfulltrúi. Eftir hana hafa komið út fjölmargar bækur, fræðilegar greinar og greinar og umfjöllun í fjölmiðlum. Bækur hennar eru hafðar til hliðsjónar en engar forkröfur eru gerðar.
Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði
Námskeiðið fer fram fimmtudagskvöldið 15.janúar og stendur frá 19:30-22:00. Kostnaður er: 29.000, greiðist við skráningu.
Staðsetning: Hannesarholt, Grundarstíg 10, Reykjavík.
Námskeiðið hefur hlotið styrk/endurgreiðslu frá Stéttafélögum.
Skráning:
areliaeydis@gmail.com
Umsagnir
„Ákaflega nærandi og áhugavert námskeið. Efnið vakti mig til umhugsunar um alls konar möguleika á að auka lífsgæðin og kveikti nýjar hugmyndir um að lifa lífinu lifandi. Árelía Eydís er líka sérlega skemmtilegur fyrirlesari.“ – Halldóra S. Sigurðardóttir
„Ég lærði svo margt á þessu skemmtilega námskeiði! Árelía er svo lifandi og skemmtilegur kennari. Efnið er merkilegt og mikilvægt, vekur mann til umhugsunar um hvernig maður forgangsraðar tímanum og orkunni. Ég fór heim með ýmislegar pælingar, og er nú mörgum mánuðum seinna ennþá með blaðið þar sem ég tók niður punkta á eldhúsborðinu, og les þá yfir á hverjum degi. Þannig að námskeiðið kveikti eld sem lifir enn. Ég bara gæti ekki mælt meira með þessum tíma með Árelíu.“ – Kristján Guðmundsson
„Námskeiðið var í einu orði sagt: Frábært. Það tekur á mikilvægum vörðum í lífinu og fær mann til að huga að því hvar maður er staddur og gera það besta úr því sem eftir er. Það lyftir manni hátt yfir hversdaginn svo maður fær sýn á það hvar maður er staddur í lífinu og það sem fram undan er. Námskeiðsfélagarnir voru áhugasamir og hugsandi og gáfu mikið af sér – þannig varð til hvetjandi stemning undir hlýrri og öruggri stjórn. Árelía Eydís er einstök – hefur þekkinguna og reynsluna svo maður tali nú ekki um að hún er fæddur kennari, sem sýnir bæði efni námskeiðsins og nemendum mikinn áhuga. Ég lærði mikið á þessu námskeiði Árelíu Eydísar og margt að því kemur upp í hugann löngu eftir að námskeiðinu lauk. – Þorlákur Karlson
„Alltaf gaman að hlusta á þig. Hvetjandi og skemmtilegt. Kemur huga mínum á flug.“ – Anna Þórðardóttir

Leiðbeinandi
Leiðbeinandi er dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir
You must be logged in to post a comment.