Seinni hálfleikur II: Blásið í glæður nýrra drauma – Mars 2024

Líf okkar hefur takt sem við fylgjum oft án þess að gefa því gaum.

Að þekkja taktinn sinn getur opnað fólki margar dyr og fyrir suma felst í því viss áskorun í seinni hálfleik að finna taktinn sinn að nýju. Á námskeiðinu Seinni hálfleikur II: Blásið í glæður nýrra drauma lærir þú að finna þann takt sem þú vilt dansa.

Nánari upplýsingar

Markmiðið er að þátttakendur dýpki skilning sinn á áskorunum og tækifærum á miðjum aldri og hugarfari sem eykur líkur á að verða ánægðari eftir því sem árunum fjölgar. Fara enn sterkari inn í þriðja æviskeiðið.

Þetta námskeið er hannað til að hjálpa þér að fjarlægja hindranir og sleppa tökunum á því sem ekki þjónar þér lengur, endurnýja kraft og hugrekki til að blása í glæður gamalla drauma til að láta þá rætast og finna nýja til að leysa hæfileika þína úr læðingi. Þú endurnærir þig, endurhannar áhugamál þín og finnur út úr því hvað þú vilt gera næst á lífsleiðinni.

Á námskeiðinu undirbýrð þú þig til að hrista upp í munstrum til að blómstra.

Efnistök:

  • Hvernig við undirbúum okkur fyrir langt líf líkamlega.
  • Hvernig undirbúum við okkur fyrir langt líf andlega og tilfinningalega.
  • Hvernig á að fjárfesta í nánum tengslum.
  • Hvernig sigla má í gegnum breytingar.
  • Hverjar eru helstu innri hindranirnar.
  • Hvernig ná má dýpri tengingu við tilgang lífs þíns.
  • Hvernig uppgötva má nýjan flöt á seinni hálfleik lífs þíns.
  • Hvernig rækta má sterkari tengingu við innri takt þinn.
  • Hvernig endurheimta má leik, skemmtun, forvitni og sköpun sem sterkustu öfl í lífi þínu.

Á námskeiðinu lærum við m.a. um ,,árangursfíkn“ og hvernig við getum tekið ákvarðanir út frá okkar eigin þörfum en ekki kröfum um endalausan árangur.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur starfað sem háskólakennari, rithöfundur, ráðgjafi og nú síðast sem borgarfulltrúi. Eftir hana hafa komið út fjölmargar bækur, fræðilegar greinar og greinar og umfjöllun í fjölmiðlum. Bækur hennar eru hafðar til hliðsjónar en engar forkröfur eru gerðar.

Þyrftum að vera jafn undir­búin og við erum sem ung­lingar á kyn­þroska­skeiði

Námskeiðið fer fram laugardaginn 16. mars og stendur frá 9-13 á höfuðborgarsvæðinu.

Kostnaður er: 19.000, innifalið eru námskeiðsgögn, kaffi og morgunhressing.

Skráning hér: https://docs.google.com/forms/d/19w7S2–JPBKcv_sYOv7QNQt6N2VHDYeMxnJRlt6vRRI/

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi er dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir