Spennandi möguleikar á vinnumarkaði framtíðar.

Hentu gömlu ferilskránni og búðu þig undir að vinna þar sem þú vilt, þegar þú vilt, með þeim sem þú vilt.

Þó við vitum ekki nákvæmlega hvernig framtíðin verður varðandi vinnu, vinnustaði, vinnuafl og vinnumarkað þá er hægt að lesa í “trend”. Framtíðarfræðin byggir á að lesa í þau og setja fram sviðsmyndir. Spennandi breyting á vinnumarkaði er að eiga sér stað sem nauðsynlegt er að undirbúa sig fyrir.

Nánari upplýsingar

Komdu á námskeið þar sem þessi „trend“ verða skoðuð og hvernig við getum nýtt þau til að undirbúa okkur betur undir þátttöku, með nýjum hætti, á vinnumarkaði framtíðarinnar. Settar verða upp nokkrar sviðsmyndir um breytt tækifæri og ógnanir.

Hentu gömlu ferilskránni og búðu þig undir að vinna þar sem þú vilt, þegar þú vilt, með þeim sem þú vilt – Í framtíðinni er vinna það sem við gerum, ekki hvar við erum.

Fyrri hluti námskeiðsins fer fram mánudaginn 17. maí, kl. 19:30-21:30, á Hilton hótel Nordica. Í lok kvöldsins fá þátttakendur verkefni til að vinna með. Seinni hluti námskeiðsins fer fram í gegnum fjarfundabúnað þriðjudaginn 25. maí, kl. 19:30.

Verð: 37.900 (hægt að fá styrk frá flestum stéttarfélögum)

Skráning hér: https://docs.google.com/forms/d/1pshaf-aqyhTd65MOJwksk58th0B31R3fa52b2h_dg54/edit

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur eru dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og rithöfundur, og Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur mannauðsstjóri og áhugamanneskja um framtíðina á vinnumarkaði, en þær vinna að bók um málefnið og hafa lengi verið að rýna í framtíðina á vinnumarkaði.

%d bloggurum líkar þetta: