
Rafrænt námskeið
„Ef þér líkar ekki eitthvað, breyttu því. Ef þú getur ekki breytt því, breyttu viðhorfi þínu. Velgegni er að líka vel við sjálfa sig, líka hvað maður gerir og hvernig maður gerir það“
Maya Angelou
Tímasetning: 8. mars – 29. mars
Kennt á mánudögum frá 17-19, spurt og svarað á fimmtudögum kl. 20-21
Námskeiðslýsing
Námskeiðið er fyrir konur sem vilja fá verkfæri til að þroska sig og efla í næsta kafla, bæði faglega eða í einkalífi. Hvort sem er til að styrkja sig til að halda áfram á sömu braut, gera einhverjar breytingar eða fara alveg nýjar leiðir. Það vex sem að er hlúð. Þess vegna er námskeiðið hugsað sem stöðumat á því hvernig þú getur sem allra best hlúð að sjálfri þér með það í huga að mæta ennþá sterkari í seinni hálfleik í lífinu.
Fjallað er um mikilvægi þess að setja rétt markmið sem eru í samræmi við óskir og þrár. Unnið er með verkfæri til að þroska nýjar hliðar af okkur, hugsanlega þær hliðar sem ekki hafa fengið rými hingað til.
Kynntar eru mismunandi leiðir til ná markmiðum sínum og láta drauma sína rætast og boðið upp á verkefni til að auka sköpunarkraftinn sem við allar búum yfir.
Kenndar eru niðurstöður rannsókna sem auka möguleika svo um munar og leiða til aukinna tækifæra í seinnihálfleik. Unnið er með styrkleika og ástríðu og að ýta undir sjálfsþekkingu. Einnig er farið yfir mikilvægi nándar og fjallað um hvernig konur á miðjum aldri geta viðhaldið og endurnýjað sig á mismunandi sviðum lífsins. Lögð er áhersla á að þjálfa færni í því sem raunverulega gefur vellíðan í lífi og starfi.
Gestafyrirlesarar sem hafa verið:
Rannveig Garðarsdóttir: Jógakennari og leiðsögumaður.
Dr. Svafa Grönfelt: Starfar m.a. við MIT-háskólann í Boston.
Sigríður Jónsdóttir: Frumkvöðull og viðskiptakona.
Magna Fríður Birnir: Hjúkrunarfræðingur, listakona og verslunareigandi.

Fyrirkomulag
- Fyrirlestur, hópvinna og gestafyrirlestur á mánudögum frá kl. 17-19:00.
- Spurt og svarað á fimmtudögum frá kl. 20-21:00.
- Lokuð Facebook síða námskeiðsins er samskiptagátt okkar þess á milli.
- Námskeiðsgjald: 38.000
Umsagnir
„Það hefur hvatt mig til dáða og opnað nýja sýn á lífið án aldurskomplexa 🙂 Alveg ómetanlegt að fá verkefni til að vinna og velja síðan úr því sem ég hef lært á námskeiðinu til að gera líf mitt og annarra innihaldsríkara“
— Sigga
„Ég skráði mig á námskeiðið til þess að taka frá tíma fyrir mig til þess að hugsa um hvaða stefnu mig langaði að taka á næsta ári … Ég sóttist eftir tækjum og tólum sem nýttust á tímamótum og fékk það“
— Una
„Ég hafði engar væntingar og var mjög forvitin að vita hvernig þú tækir á þessu efni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum og fannst það hjálpa mér á þeirri leið sem ég er núna á – að finna „sjálfið“ mitt á seinni hluta ævinnar. Ég var því farin að hugsa fyrir alvöru um það hvað ég ætti að gera til að vera sátt í eigin skinni. Og viti konur – þessi hluti gerði mikið fyrir mig í þeim efnum“
— Laufey
„Innilegar þakkir fyrir mig, þetta var mjög upplýsandi efni og hver samverustund verulega hressandi. Þú hefur einstaklega líflega nærveru og kemur þessu áhugaverđa efni skemmtilega á framfæri og skilur mann eftir sólginn í meira. Þađ er þörf á vitundarvakningu um þetta skref ađ eldast og flott ađ gera þađ međ stæl“
— Inga
„Það kom á akkúrat rètta tímapunktinum fyrir mig, ég virkilega þurfti á svolitlu peppi og áminningu að halda. Frábært að fá ábendingar á góða fyrirlestra og svo dýpri umræðu um efnið“
— Ólína
„Það helsta sem ég fékk út úr námskeiðinu voru verkfærin“
— Vilborg