Pistlar

Nefndu einn pólitíkus sem hefur ástríðu fyrir samfélaginu?

Hann horfði á mig með stingandi augnaráði. „Nefndu einn pólitíkus sem hefur ástríðu fyrir vanda samfélagsins?“ Hann hafði sagt mér við að hann ynni við að hjálpa börnum og unglingum í vanda. Við hittumst fyrir tilviljun á samkomustað. Ég reyndi að segja honum að enginn væri í pólitík sem ekki hefur ástríðu fyrir að bæta…

Við erum meira sammála en við höldum!

Það skemmtilega við rannsóknir er að þær geta kennt manni hvernig við viljum lifa vs. hvað fólk heldur að skipti máli. Samfélagslegur þrýstingur um að gera eða vera á einn eða annan máta kemur ekki aðeins frá ytra umhverfi heldur innan úr heilastarfsemi okkar sjálfra. Hið tæknilega heiti á þessu er „collective illusions.“ Á samfélagsmiðlinum…

Að pakka rétt fyrir ferðalagið.

Ég fór í ferðalag fyrir nokkrum árum þar sem ég notaði u.þ.b. helminginn af þeim fatnaði sem ég pakkaði. Ég burðaðist sveitt með töskuna á milli staða og bölvaði mér í huganum fyrir vitleysuna. Auðvitað var ekki hægt að kaupa nokkurn skapaðan hlut því taskan var svo full. Ég lærði mína lexíu. Núna ferðast ég…

Síð miðaldra.

Samkvæmt skilgreiningu WHO erum við miðaldra frá sirka 40-75 ára. Við lifum líka lengur. Ekki eingöngu lifum við lengur heldur erum heilbrigðari lengur. Segja má að þeir sem eru um sjötugt séu síð miðaldra samkvæmt þessari skilgreiningu. Hversu mikið líf er í okkur um þann tíma er að nokkru leiti í okkar eigin höndum. Flestir…

Að standa á krossgötum.

Ég hef alltaf verið hugfangin af endalokum. Útskrift af einum stað á annan. Lífið hefur tilhneigingu til að setja okkur niður á krossgötur reglulega. Stundum velur maður að ganga ákveðið að þeim en stundum er maður settur þangað. Ég hef staðið á krossgötum og vitað að nú er ég komin á enda. Hins vegar eru…

Að falla um sjálfa sig.

Í ljósi þess að ég er að skrifa nýja bók ákvað ég í morgun að setja pistlana mína inn á síðuna mína, areliaeydis.is. Mér fannst þetta vera létt verk og löðurmannlegt, vel til þess fallið að smyrja mig af stað inn í skrifin. Ég gerði mér enga grein fyrir verkefninu. Pistlarnir eru um tvö hundruð…

Skammarverðlaun í mömmubingóinu.

Hvað heitir hann þessi dauð karl sem á afmæli í dag?“Spurði 7. ára dóttir mín í morgun klukkan rúmlega 7 þegar ég var varla vöknuð – alla vega voru heilasellurnar ekki allar vaknaðar (eða kannski bara önnur þeirra…). Já hann Jón Sigurðsson? Nei, ekki hann… „það er einhver tungu dagur…“ gall í þeirri stuttu. Kreist……

Nýtt hjálpartæki í svefnherberginu.

Það er svo margt dásamlegt sem fylgir því að vera á miðjum aldri. Í vikunni keypti ég til dæmis nýtt hjálpartæki í svefnhverbergið mitt sem gaf mér ástæðu til að sjá allt í nýju ljósi. Ein stærsta ástin í lífi mínu eru bækur. Á náttborðinu eru margar spennandi hugleiðingar og sögur sem veita mér góða…

Að baka vandræði.

Um þessar mundir eru flestir komnir á kaf í jólaundirbúning og hluti af honum er að baka kökur, laufabrauð, hveitikökur og annað góðgæti. Fólk hittist og bakar saman og nýtur samvista við hvort annað í sínum jólahefðum. Ég legg til að við bökum líka vandræði. Það er algjörlega vanmetið að baka vandræði stöku sinnum. Við…

Litla gula hænan.

Ein af mínum uppáhaldsbókum frá barnæsku er sagan af litlu gulu hænunni. Litla gula hænan fann korn og hún sá ylvolgt brauð í hveitikorninu. Hún leggur upp í vegferð þar sem hún biður öndina, köttinn og svínið að hjálpa sér við að sá, þreskja og mala kornið. Þau svara um hæl „ekki ég!“ þegar er komið…

Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.


Viltu fá pistla senda með tölvupósti?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá þig á póstlistann.